Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Page 37

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Page 37
41 vnv. frá henni, 3 km asa. frá Galtalæk og 21—22 km nna. frá Keld- um. Bærinn og túnið var á háum stað, fögrum og víðsýnum, suð- vestan á holti miklu neðarlega. Lækur lítill rann með holtinu að sunnanverðu, og var vatnsból gott og nærtækt. Þórunn hét kona, systir Þórkötlu móður Þorsteins tjaldstæðings, sem ■fyrr er nefndur. Hún kom út með honum „ok nam Þórunnarhálsa ok byggði þar síðan“, segir Landnáma (1925, bls. 17). Orðin: byggði þar síðan“, kynnu benda til þess, að Þórunn hafi verið fyrst í Skarði með Þorsteini. En er búpeningur allur tók að tímgast og fjölga ört í skógunum, hafi hún flutt búslóð sína upp í enn meira landrými. Viðurkennt er það almennt, að Þórunnarhálsar (síðar Næfurholtshálsar ?) séu í Næfurholtslandi. Þykir mér því bústaður Þórunnar hvergi líklegri en á Næfurholti, og sé því þessi fagri og gagnauðugi staður landnámsjörð. Er það og langmesta jörðin fyrir norðan Skarðfjall, og var lengstum eitt af mestu höfuðbólum sveit- arinnar. Kirkja var þar snemma á öldum og sýslumannssetur á 14. öld (-Jón Hallsson). Að jarðamati er Næfurholtið talið 60 hundruð, allt til 1711, síðar 40 hundruð og 20 hundruð 1803, en 1861 ekki nema 14.6 hundruð og landverðið 4100 kr. árið 1932, en 4800 kr. 1942. Sést af þessu, hversu mjög jörðinni hefir hrakað á síðustu öldum. Nafnið Næfurholt, og ábúandi þar sá fyrsti með vissu, þekkist þó ekki fyrr en síðla á 12. öld. Hann hét Beinir Sigmundarson og var veginn á alþingi 1196 (Sturlunga). — Fyrir alþingi kom áverkamál feðga, Jóns Jónssonar og Eysteins í Næfurholti 1657 (Alþbók VI, 398).1 Leifar túns og bœjar. Næfurholtið sjálft er upp blásið og örfoka niður að túninu, sem verið hefir með bakkabroti nv. og ofanverðu. Birkitré eitt stakt, og nokkuð stórt, var þar norð-vestast í túninu, en hefir fallið á þessari öld. Túnið var umgirt snemma á þessari öld, og er jafnan slegið síðan. Þótt áburðarlítið væri þá í fyrstu og orðið nokkuð elftingarborin taðan, féllu þar um sinn 50—150 heyhestar, eftir árferði, — svo mikið er eftir af þessu slétta, mishæðótta og fagra túni. Brotnar það nú víst lítið eða ekki og nýgræðingur er byrj- aður að endurbæta holtið. — Það er og aðdáunarvert, hversu mikill gróður er kominn í hraunbrúnina við túnið og upp í hraunið þar, sem aðeins er aldar gamalt. En í hrauni Heklu, hinu fimm alda gamla, 1) Aths. í Þjóðsögum J. Á. (I, 490) er sagt, að Loftur sonur Sæmundar fróða í Odda, hafi búið í Næfurholti. Þess finnst þó hvergi getið í sönnum heimildum, og er því varla sannara en það sem þar er sagt jafnframt: Að Næfurholt stæði „við rætur Heklu — var þá í miðri sveit — og 300 hurðir á járnum“!

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.