Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Side 39

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Side 39
43 Hausti hjá Keldum, bæði Hvolhreppingar og Landeyingar. Og ekki spöruðu ábúendur skóginn, eftir því sem kemur í ljós um einn bónd- ann í Næfurholti. Þegar ofan á óáran og eldgos, sandfok og sauð- fjárbeit í skóginum bættist ásælni margra hreppa á eina jörð, er eigi furða, þótt illa færi. Enda er nú svipur hjá sjón að sjá gilskorurnar gróðurlausar og holtin ber og blásin eða með grassneplum og rótum út úr rofunum, í stað nærri samfelldra skóga með angandi reyrlykt og skógarílmi. Skylt er þó að geta þess, að síðan föst regla var sett um skógarhöggið og eftirlit strangt með því, hafa allir helztu skóg- arnir batnað aftur til mikilla muna. Og það svo, að sums staðar hefir þótt nauðsynlegt að grisja og höggva sum árin tvöfalt eða þrefalt meira en leyft var fyrst. Enda er nú bæði takmarkaðri fjárbeitin en áður og almenningur sækist ekki eftir hrísinu. Meðal annars vegna þess, að nú eru allir hættir að nota það í lekaþökin á kofa sína. Árin öll frá 1899—1940 hefir þó töluvert verið höggvið í allt að 9 ítök- um, í heimaskógi og Hraunteig, svo og Selsundi og lítið í Haukadal. — Samtals allt að 373 hestburðir mest, en um 140 hestar minnst, og yfirleitt lægri tölurnar síðari áratugina. Eitt árið, 1922, voru höggnir 150 hestar í Hraunteig, til fyrirhleðslu Djúpóss í Þykkvabæ, annars þar ekki nema 20—30 hestar flest árin. Stólsjarðir þær 9, sem áður eru nefndar, fengu þá leyfi til að fella 1 viðarhest í Hraunteig fyrir hver 5 hundruð í ábýlinu. Og notuðu það flestir ábúendur. I sérstöku ítökunum gömlu er Vatnsdalstorfan mesta skóglendið og flest árin langmest höggvið þar, t. d. 103 hundruð árið 1899.1 ' Skemmdir. I Jarðabókinni 1711 sést það, hve geysilega Næfur- holtsskógar hafa verið notaðir. Fyrir utan fyrrnefndu ítökin 19, og sjálfsagt til fjölda bænda annarra, til húsa og eldiviðar, og í aðrar þarfir heimilanna, hafa fallið mörg fögur tré í kolagrafirnar. Ábú- andinn, Þórarinn Brynjólfsson, seldi viðarkol suður um Landeyjar 1) Skýrsla skógavarða: Gríms hreppstjóra í Kirkjubæ og Odds bónda á Heiði. Dæmi um það, hvað höggvið var á ítökunum árið 1914, er þannig: Vatnsdalstorfa 150 hestar, Geldingalækur 9 hestar, Gunnarsholt 10 hestar, Hof 11 hestar, Myrkviði 30 hestar, Lambatangi 8 hestar, Breið- holt 20 hestar, Heimaskógur 25 hestar, Selsundsskógur 70 hestar og Hraunteigur 48 hestar = 372 hestburðir. Bending er þetta um þá- verandi magn og grósku skógarins á hverjum stað. Um það hvar ítökin eru og margt fleira um skógana í Næfurholti, sjá ítarlega grein og upp- drátt í Ársriti Skógræktarfélags íslands 1946, bls. 78—112, eftir Einar E. Sæmundsen.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.