Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Qupperneq 43

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Qupperneq 43
47 hesthús og settist rólega á hauginn fyrir framan dyrnar, en lét sig þaðan hvergi hræra. í landskjálftunum 1912 varð meira að sök, bærinn hrundi, kona lærbrotnaði í rúmi sínu og barn andaðist, sem hjá henni var. Eftir það var bærinn fluttur, svo sem 200—300 faðma na. frá fjallinu og grjóthruninu. Snýr bærinn þar til vesturáttar, eftir halla lands- lagsins (en snéri áður í norður) og nýtur nú sólar mikið lengur. — Norðlægi armur fjallsins er þar að baki nokkuð lengra frá en áður, og ekkert grjótflug að óttast. Tún er grætt þar umhverfis, og aðskilur lítið annað gamla og nýja túnið en Næfurholtslækur, eins og hann er kallaður núna, og rennur í lægð þar á milli. 72. Ás. Eftir afstöðu í hringferðinni nefni eg hér As fyrstan af afbýlum úr Næfurholti (Nýjabæ, Hálsi, Breiðholti, og ennþá síðar nefndum Hraunteig). Vafalaust er Ás langelzta afbýlið úr heima- jörðinni, og svo er langt síðan það eyðilagðist, að í upphafi 18. aldar (1711) er það svo gleymt og glatað, að það er ekki nefnt með öðr- um eyðibýlum Næfurholts. Um Ás finn ég eigi heldur nokkurn staf ritaðan, nema þetta eftir Brynjúlf Jónsson (Árbók Fornleifafélagsins 1898, bls. 9): ,,Ás hét hjáleiga frá Næfurholti, er stóð vestan í Vestur-ás, sem er suður frá Næfurholti, en norður frá Hálsi. Þar er blásið og sér til gamalla rústa“. Ekki nefnir Brynjúlfur Jónsson, hvort hann hafi sjálfur séð rústir þessar. Eftir þessari heimild var ég vondaufur um rökfærslu fyrir henni. En eftir að ég hóf leit að rústinni 1946 (21. 7. kl. 4 árd.), styrktist ég í trúnni, með því, er ég skal hér gera ýtarlega grein fyrir. Litlu nær nýja en gamla Næfurholti, austan við götuna þar á milli, er hár og brattur ás, sem Vesturás heitir. Brekkan vestan í ásnum er þakin þéttu birkikjarri, sem er 2—6 fet á hæð og í góðum vexti, en uppi er bert og blásið að mestu. Lind kemur undan brekku þess- ari og er þó gatan milli. Vegna áhlaðs af sandi eru nú moldarbakkar að lindinni, ekki háir, með grasi á báðar hliðar. Flag eitt lítið er mjög nærri lindinni að norðanverðu, neðan við götuna ( en ekki „vestan í ásnum“). I flagi þessu sjást nokkrir dreifðir hleðslusteinar úr þrenns konar efni: blágrýti og þursagrjót, eins og sést utar og uppi á ásnum, og líka hraunsteinar, sem þar eru ekki. Þeir hljóta því að hafa verið fluttir þar að, úr hrauni því, sem þar er drjúgum spöl neðar. Þetta sýnir því, þótt lítið sé, að þarna hefir einhver bygging verið að fornu fari. Vestan við flagið er grasbakki, og má vel ætla, að umfangsmeiri leifar af byggingu dyljist þar undir. Flatlendi mikið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.