Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 54

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 54
58 þannig í aðalatriðum: Sumir halda hana 10 hundruð, aðrir 15 hundruð. Eigandi kirkjan í Klofa.1 Ábúandi Jón Björnsson. Landskuld 80 álnir og 3 kvígildi, en var 35 árum fyrr 100 álnir og 4 kvígildi og að auki 20 álna kvaðir, en engar 1711. — Leigur skyldi greiða í Skálholti. Kvikfé var þá 7 nautgripir, 109 kindur og 11 hross. Fóðrast á heyjum 4 kýr. „Skóg á jörðin, sem brúkast til kolagjörðar, og verður það þó varla; fyrrum hefir hann nokkuð betri verið, þó ekki til raftviðartaks. Hagar forargast af vikri og grjóti. Torfskurður er slæmur“. Bærinn stendur nú, 1948 (en varð þá mannlaus), undir brattri, gróinni hraunbrúninni að sv.-verðu, skammt vestur frá nefinu, sem lækurinn kemur undan. Og svo nærri brúninni, að álengdar sýnist því líkast, sem bæjarhúsin séu forskálar út úr snarbrattri brúninni. — Túnið er orðið mjög stórt og stækkað af nýförnum ábúanda, Þorsteini Björnssyni. Tún- efni er óþrjótandi á móaflötum, en vikri blandnar munu þær vera. — Skammur spölur er þó fram að læknum, og sunnan að honum, móts við bæinn, hefir runnið nyrzta álman af eyðileggingarhrauni Skarðs, norður fyrir vestan Fálkhamar. í þeirri álmu er skógur og gróður fagur í djúpum gjótum, því að þar er gras og skógarhríslur. B. EYÐIBÆJARSTÆÐI, SEM EKKI HEFUR BLÁSIÐ UPP Hér verða nú enn talin nokkur býli, í sömu sólarhringsferð og áður, sem hafa óblásin bæjarstæði með túnum, og haga ýmist óblásna eða ekki meira en svo, að telja mátti flest lífvænleg fyrir litla fjöl- skyldu, þá er þar aftókst ábúðin. Og ábúðin hefir oftast verið af þeim tekin vegna spjalla á högum eða slægjuleysis þeirra jarða og höfuðbóla, sem hafa tekið kotin til sinna afnota. Þetta hefir verið gert af brýnni nauðsyn á Keldum t. d., en minni nauðsyn í Odda. 1. Litla Selsund. Kot eitt lítið hefir það verið, byggt úr Sel- sundslandi, í hlýlegum krika, fyrir sunnan lækinn og vestan undir hraunálmu þeirri, sem nýlega var nefnd. Varla hugsanlegt, að kot þetta gæti byggzt fyrr en undir 1600, eða í hið minnsta einni öld eftir að hraunið rann. Enda þótt graslendi væri við hraunbrúnina á þessum stað, hefur hún naumast getað verið gróin að gagni fyrr, og þá því síður kominn skógur í hraunið til afnota, eins og nú. En þar á móti hefir vikurgárinn þar nv.-við varla verið svo nærgöngull sem nú. Jarðabókin 1711 segir þetta um kotið: „Enginn veit þess 1) 1747 er þó búið að selja jörðina frá kirkjunni, segir Ólafur Gíslason biskup í bréfi til konungs, og vill, að konungur ógildi þá sölu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.