Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Side 56

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Side 56
60 Gengur því undri næst, hversu góður blettur er enn eftir af horni jarðarinnar. Fyrir svona langvarandi ágangi á jörð þessa hefi ég þessi rök: Arni Pálsson lögréttumaður á Skúmsstöðum á Eyrarbakka vildi selja Þórði biskupi Árbæinn, 1682. En biskup vildi ekki kaupa, af því ,,að þessi jörð sé ágangsjörð af sandi og liggi við, hún muni eyðileggjast áður en langt um líður, eftir sögu kunnugs manns“. — Þetta dróst þó um 200 ár, til ársins 1883, og var þó ekki lengur þá en eitt ár í eyði. Á næsta vori kom Jón bóndi Þórðarson að Árbæ, frá Gerði í Hvolshreppi. Hann hafði þá árið áður flúið frá Syðri- Árbær, frá eyðiárinu 1899, lauslega mælt. Strönd sem síðasti ábúandi þar um sinn. Og hann var líka síðasti ábúandinn á Árbæ, árið 1899.1 Eigendur jarðarinnar þá munu hafa verið, að helmingi hvor(?), nágrannar næstu: Hafliði Sæmundsson á Fossi og Jónas Árnason á Reynifelli, báðir bændur á slægjulausum jörðum utan túns. Vildu þeir ekki byggja Árbæinn, en tóku sjálfir túnið til slægna, skiptu því og girtu það betur en áður var. — Ár- bæinn eignaðist Stefán bóndi þar (1776—1801), sonur Bjarna á Víkingslæk, í makaskiptum við Einar Brynjólfsson á Barkarstöðum fyrir Kirkjulæk í Fljótshlíð, með 13 rd. milligjöf til Stefáns. Bjarni sonur Stefáns erfði svo Árbæinn og seldi hann Brynjólfi í Kirkjubæ, 1) Tómas á Reyðarvatni byrjaði búskap á Árbæ, en flutti að Reyðarvatni 1882, þegar móðir hans og Helgi fóru þaðan, út í Ytri Ilrepp. Kom þá að Árbæ Guðmundur frá Reynifelli og Filippía frá Bolholti, voru þar 1 ár, svo á Rauðnefsstöðum.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.