Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Side 58

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Side 58
62 Svo var orðið högum háttað á Keldum, þegar í byrjun 18. aldar, að ,,málnytubeit á sumur er mjög örðug og langt í burt, hefir til forna út í högum jarðarinnar selstaða brúkazt, en ei í manna minni, verður nú og ekki brúkuð sökum vatnsleysis“. (Jarðabókin). Geta má nærri að ekki hafi erfiðleikar þessir lagfærzt á næstu 130 árum, og því var það að Guðmundur Brynjólfsson á Keldum losaði Króktúnið til sinna afnota árið 1839. Og síðasta bóndann þar, Höskuld Eiríksson, lét hann flytja sig búferlum að Tungu. Bærinn í Króktúni stóð á miðju túninu. Þar eru nú þrjú lambhús, hesthús og hlaða. En ekkert teljandi sést eftir af gamla bænum. Fram undir síðustu aldamót stóð þar þó baðstofuhola, með löngum dimm- um göngum og eldhúsi til hliðar, nær dyrunum, sem lengi var not- hæft fyrir kindur. 4. Bugur. Gerfinafn er það. Króktúnsheiðin liggur langt suður- eftir, milli Keldnalækjar að austan og Stokkalækjar að vestanverðu. I heiðinni miðri, austur við snaran vesturbug á Keldnalæk, er tals- vert víðlend lægð, með heiðarbrúnum allt um kring, nema við læk- inn. Þar heitir Stóribugur (oftast Bugur aðeins), en þar á móts við austan lækjar Austurbugur og Litlibugur móts við hann, norðan lækjar. — I Litlabug sést fyrir rúst af stekk frá Króktúni. 1 Stórabug, efst og austast, er svo gömul bæjarrúst, að engin heimild, sem þekk- ist, kann að nefna hana. Hún er í skjóli fyrir austan- og norðan-átt- um, þar hefir aldrei blásið upp. Þótt þarna hljóti að vera djúpur jarðvegur, eftir gróður og áfok af mold og sandi um aldaraðir, sést þar ótvírætt og furðu glöggt fyrir bæjarleifum og þeim ekki litlum. En auðvitað verður ekkert af húsarústunum mælt með nákvæmni, því svo mjög eru veggjaleifar grónar út og inn á allar hliðar. Þó má sjá, að þar hefir verið löng bygging frá norðri til suðurs, en fremur mjó. Samfelld hefir hún verið allt að 12 föðmum að lengd og 3—6 faðmar breiddin, en skipt í fimm afhýsi. Efsta rústin er stærst og dýpst, sýnist því vera leifar af heyhlöðubyggingu og svo sem 24X10 íet innan veggja, en næsta rúst 15X12 fet (fjósið?). Fremri rústirnar eru ennþá ógreinilegri, og sleppi ég því getgátu um stærð þeirra. Laust vestan-við efri enda þessarar löngu byggingar hefir verið stakur kofi (smiðja?). Allt í kring um bæinn og mjög nærri honum að norðanverðu, hefir verið afgirt tún, um 2V4 dag- sláttu að stærð. Líklega úr torfi einungis, sem þó hefir ekki blásið, heldur gróið niður í flatan hrygg. En svo lítur út, sem að miklu síðar hafi átt að stækka túnið(?) með því að hlaða garða frá báðum neðri homum túngarðsins, niður að læknum. Þar með eykst afgirðingin

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.