Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Page 60

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Page 60
64 Og heyskapur þar heima þó ekki geta talizt fóðra meira en 2 kýr. Girt var túnið með torfgarði á 19. öld. Nú er túnið vírgirt og ræktað. Eins fór um býlið í Tungu og Króktúni, Guðmundur Brynjólfsson tók það til sinna afnota, vegna ágangs á Keldnahagana, þegar Tungan losnaði úr ábúð Jóns bónda Magnússonar, árið 1876. Tættur bæjarrústanna (sem mig minnir að væru skemma og bæjar- dyr með litlum þiljum og baðstofa með glugga á torfgaflhlaði til suðuráttar, búr og eldhús innar og heygarður að baki, en fjós og hest- hús vestanvið)1 eru nú allar umturnaðar, því að í staðinn hafa þar og rétt hjá verið byggð ærhús og hlaða. Líkindi eru til þess, að Tunga hafi verið byggð í fyrsíu síðla á 16. öld eða nálægt 1600, því að jarðabókin 1711, segir fyrstu byggð þar ,,meir en fyrir hundrað árum“. Byggðin þar virðast því hafa varað skemur en í Króktúni og varla um þrjár aldir. Það er merkilegast við Tunguland, að í fornöld, sennilega löngu áður en það byggðist sem sérbýli, hefir verið gerð mikil og mjög nákvæm vatnsveita á tunguna alla endilanga. Vatnið tekið úr Keldna- læk, með fyrirhleðslu mikilli rétt neðst í Króktúnslandi, og veitt með hverjum hól og bala, sem halli leyfði, allt niður í Tungunes. Mótar enn fyrir áveitustokkum og undirhleðslu. (Sjá ,,Keldur“). 6. Kirkjubcejarhjáleiga. Hefir verið lítið kot og líka orðið skammlíft. Enda er um það næsta lítið vitað, nema þeíta, sem Jarða- bók Arna Magnússonar segir: ,,í túnfæti hefir lílilfjörlegt býli staðið, var hjáleiga frá Vestari Kirkjubæ. Meinasí fyrst byggð eitthvað fyrir 70 árum. Eyðilagðist fyrir 40 árum eða því nær. Landskuld minnir menn væri 40 álnir. Leigukúgildi ekkert. Kann ekki aftur byggjast vegna slægnaleysis“. Þrátt fyrir þetta hefir þarna verið tekin upp ábúð aftur, en sennilega þó aðeins um skamman tíma. I litlu, elztu kirkjubók Keldna sést það, að 1765 er í svokallaðri ,,Gíslahjáleigu, Vestra Kirkjubæ“, fædd Þuríður Gísladóttir. — Um feðgin þessi veit maður ekkert meira. 1) Frá Tungu á ég góðar endurminningar frá fyrstu sendiferð frá Keld- um, einn á annan bæ, þá á 6. eða 7. ári. Man vel, að ég fékk nýjar kartöflur, uppteknar löngu fyrir venjulegan tíma, og þótti sælgæti — með kökum — o. fl. Minnisstæðast er þó örlítið vasakver í fallegum spjöldum, sem Guðlaug dóttir hjónanna þar gaf mér. Það var fyrsta bókin, sem ég eign- aðist, og páraði í hana mér til minnis á næstu árum. Guðlaug Jónsdóttir var ofurlítið hagmælt og orti nokkrar vísur. Hún giftist Guðmundi vinnu- manni á Keldum, syni Gunnars Guðmundssonar frá Hlíð og Ingiríðar frá Keldum Guðmundsdóttur. Þau bjuggu í Gíslakoti í Holtum.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.