Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Side 61

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Side 61
65 Hvorki hefir blásið upp á þessum stað síðan, né heldur Kirkjubær- inn spillzt að neinum verulegum mun. Bærinn hefir staðið á lágum stað ,,í túnfætinum“, s. v. frá heimabænum. Þar er nú sléttað yfir, svo að enginn örmull sézt eftir af kofarústunum.1) 7. SySri-Strönd. Verð að telja hana hér, með 2. flokki eyði- býla, af því að hún hefir ekki misst tún sitt og bæjarstæði, varla held- ur meiri hluta haglendis eins og t. d. Stóra Hof. En svo hefir að henni þrengt, að í eyði hefir legið, og auk þess er nokkuð sögulegt um nana að segja, svo að eigi þykir rétt að hlaupa þar alveg yfir. Gamla sagan. „Strendur báðar“ eru áður nefndar, en að öðru leyti veit maður það fyrst um Syðri-Strönd, að Óli Svarthöfðason, prófastur í Odda (d. 1402), og Halla móðir hans eru 1397 búin að gefa Oddakirkju jörð þessa og með henni 5 kýr og 30 ær. En gjöf- inni til endurgjalds skyldi ævinlega syngja í Odda sálumessur tvær í hverri viku fyrir sálum allra kristinna manna. — Messur þessar hafa vitanlega verið teknar af um siðaskiptin, ef ekki þrotnar fyrri, en kirkjan hélt jörðinni. Jörðin var stór, en verðlag hennar, matið, svo breytilegt, að af því má marka bráða hnignun og aftur viðrétting hennar. — Elzta matið, 1681, er 26 hundruð, en ekki nema 16 hundruð 1696 og tveim árum síðar, 1698, aðeins 10 hdr. Eftir þessa tvo verstu sandáratugi hefir eitthvað raknað úr, og jörðin hlýtur að hafa batnað aftur. Bæði er hún talin ,,að forngildu“ 20 hundruð 1711, og búið þar þá er engin óvera: 9 kýr, yfir 100 fjár og 8 hross. En jörðin átti þó ekki að bera nema 5 kúa þunga, slægjur litlar og hagaþrengsli, en hefir þá notið góðs af Lambhaga, sem var í eyði. Loks er sagt: ,,Túni, slægjum og högum grandar mikið blásturs- sandur. Jörðin liggur undir stórum spjöllum“. Á Reyðarvatns-þingi 30. 5. 1755 lét séra Gísli Snorrason í Odda bændur tvo vitna um spjöll Strandar. ,,Álitu þeir hana, sem stendur, hagalausa fyrir allan stórpening. Túnið flagbarið, útslægjur allar sandi kafnar, og ekki lífsbjargarvæn, þó nokkur neyðist við að búa. Túninu mætti nokkuð halda við með miklum mokstri og erfiði, ef jörðin væri þess virði“. (Þjóðskjs. 52). Ennþá hélt jörðin áfram að spillast, svo að bónd- inn (Árni Ólafsson) flúði þaðan „vegna sandágangs“ 1788. Þó tókst að byggja jörðina aftur á næsta ári. En úr því mun búið þar oftast hafa verið lítið (t. d. 3 kýr og 20 kindur árið 1802. Við jarðamatið 1) Kirkjubæirnir báðir voru stólsjarðir, seldir á uppboði, með afsali 1794. Vestari Kirkjubæ keypti ábúandinn, Brynjólfur hreppstjóri Stefánsson, fyrir 164% rd. En Eystri Kirkjubæ keypti Guðmundur bóndi Ei'lendsson á Keldum, f. 114% rd. ÁrVók FarrttdlfaféTaffairts — 5

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.