Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Qupperneq 70

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Qupperneq 70
74. þá um byggingarleyfið til sýslumanns. Magnús Stephensen sýslu- maður svarar 1852. Segist ekki geta veitt leyfið fyrr en hann hafi séð leyfi Halldórs, og líka þurfi hann að útnefna óvilhalla menn til álita, er votti það, að skóginum í Hraunteig stafi ekki hætta af bú- stað þar. Framkvæmd þessi öll, svo og bygging bæjarins, hefir tafizt fyrir nokkuð lengi. Eigi sést það fyrr en eftir 10 ár, 1863, að Halldór er orðinn bóndi í Hraunteig. Bjó hann svo þar í 7 ár, en flutti aftur að Næfurholti, 1870, og bjó þar til 1884, en þá flutti þangað Ófeig- ur Jónsson frá Koti. Enginn bjó í Hraunteig, nema Halldór þessi fáu ár, en eitthvað af húskofum hefur hann látið standa, sem hann notaði fyrir lambhús. Varð þá röskur hálfrar klukkustundar gangur að heiman í lambhúsin. En þá þurfti ekki að fara á hverju máli til þess að gefa lömbunum í jötur, því að aðeins í harðindum var hey- tuggu snarað fyrir þau á gadd, þar sem helzt var skjól. Og Halldór notaði fáheyrt merki um það, hvenær væri þörf á því að gefa lömb- unum. Lét hann spörð lambanna upp í sig, og fann á bragði þeirra næringargildi beitarinnar og gjafaþörf lambanna. — Vinnumaður, sem var hjá Halldóri, sagði mér þetta. — Vel má vera, að Halldór hafi með þessu móti komizt að nokkurs konar vísindalegri niður- stöðu. En líklega mundi efnafræðingum nú á dögum þykja aðferð þessi heldur ólystug! Enda er nú meira lagt í kostnaðinn. Hitt sýnir, að við lítið má bjargast. Halldór hefir hlotið að hafa talsvert bú í Hraunteig, því að heimilið var ekki lítið. Arið 1867 er hjá honum kona hans (Ingibjörg Eiríks- dóttir), eitt barn þeirra (Jón) og 3 börn hennar, þar að auki vinnu- maður og vinnukona. Halldór var fæddur 1828 og dó 1901, vár þá ,,brjálaður“, segir kirkjubókin, og hafði verið þannig mörg ár, hjá Ófeigi í Næfurholti. Ekki mun hann þó hafa valdið tjóni, en last- mæli um húsbónda hans heyrði ég. BœjarstœSi, umhverfi og rústir. Hraunteigur er nafnkenndari og alþekktari sem skóglendi en bæjarnafn. Hann liggur upp með Ytri Rangá, næst fyrir ofan Svínhagaland, upp eftir lengra, en móts við Galtalæk á Landi. Allur er hann á hólóttu Hekluhrauni, og er skóg- urinn, sem áður er getið um í Næfurholti, allur á hólunum, en gras- lautir milli. Víðlendur nokkuð er skógurinn og breiðastur efst, spöl- kom fyrir neðan gamla Næfurholt, og er blásin spilda, sandur og hraun, þar á milli, allt að (nýja) Næfurholtslæk, móts við nýbýlið Hóla. Litlu neðar er hlið á skógargirðingunni og ,,jeppa“vegur eftir ckóginum endilöngum. Lækurinn sami (Hraunteigslækur) rennur niður með suðurjaðri skógarins, er sífellt fer mjókkandi, og heitir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.