Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Síða 72

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Síða 72
76 nefsstaðir orðnir eign Keldnakirkju, en ekki sést hver hafi gefið eða hvenær. En þó mun það orðið löngu fyrr. Síðasti ábúandinn á Rauð- nefsstöðum, Björn Guðmundsson, Árnasonar frá Reynifelli,- átti jörð- ina, sem Keldna-arf að einhverju leyti. En hann var þá að selja jörð- ina og ætlaði að hætta búskap þar, sökum heilsulasleika, þegar ósköpin dundu yfir. Nýi eigandi jarðarinnar, Helgi bóndi Erlends- son á Hlíðarenda, leigir hana nú Fljótshlíðarbændum til afréttar- nota. 1 Jarðamatsbókinni 1681 kemur það einkennilega fyrir og lítt skiljanlega (nema ritvilla sé þar), að jörðin er ekki talin nema 13% hundraðs. En svo eftir 15 ár, 1696 (þegar búið var að lækka í verði margar jarðir eftir Heklugosið 1693), þá er jörðin 20 hundruð og jafnan úr því til 1861, en hækkar þá í 23,2 hundruð. Og landverðið 1932 er 3500 kr. og 1942 4000 kr. Tún var þar gott og engja- slægjur í ,,fjallinu“ nokkuð víðlendar, en fremur snöggar. Aðalkost- urinn er mikið og gott beitarland, einkum fyrir sauðfé. Skjólgott í grösuga hrauninu vestan ár og bæjar, en hrakningshætta í gil í fjallinu, og erfið smalamennska. En dugnaðarbændur hafa búið á Rauðnefsstöðum og oft haft þar mikið bú, — aldrei nema einbýli, svo vitað sé. Til dæmis var áhöfn þar 1711: nautgripir 11, sauðfé 223 og 8 hross. Aldrei hefir þar orðið uppblástur til muna eða jarðar- spjöll umfram aðra staði, svo að kunnugt sé, fyrr en nú. Þó er sagt 1711, að „engjum spilli mold og grjót í leysingum“. Bœjarrústirnar hefi ég ekki skoðað, og sleppi þeim, sömuleiðis á Þorleifsstöðum. En um bæina þar 1930, vísa ég til bókarinnar ,,Rang- árvellir“, bls. 61—65, og uppdrátta bæjanna.1 Timburhús var reist þar síðar. 23. Þorleifssta&ir. Þeir eru stuttri bæjarleið neðar en Rauð- nefsstaðir, við Fiská að vestanverðu. Hamrar nokkrir eru við ána og bæði túnin, svo að erfitt var um vatnsból, áður en kostað var til þess að ná vatni heim. Hærra ber á túni og bæ þar en á Rauðnefsstöðum, og er því víðsýnna og fegurra útsýni. Allt er í óvissu um fyrstu byggð á Þorleifsstöðum, en langt er síðan, því að á 13. öld er þar árleg skattskylda um fullorðinn sauð að Odda, og ef til vill mikið fyrr. Síðar bætist þar við önnur kvöðin, um tvævetran sauð að Breiðabólstað, og er hún þar föst orðin 1332. Hversu lengi slíkar kvaðir hafa getað haldizt, fyrir fjárfellum og hall- 1) í bók þeirri eru teikningar af bæjum öllum á Rangárvöllum, eins og þeir voru 1930, með meira fróðleik.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.