Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Page 79

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Page 79
83 snúa kerlingunni, og eins að lausa kinnin væri vel lóðrétt við bekkinn. Tveir menn voru við bekkinn, annar til að snúa kerlingunni — það var kallað að draga — og hinn til að renna. Oftast var unglingur eða liðléttingur hafður til að draga, og var það gert með því að draga leðurólina fram og aftur, og þurfti jafnan að snúa kerlingunni hálfan hring til hvorrar hliðar, sitt á hvað. Þetta var allerfitt verk, ef rennd- ur var stór hlutur, en léttara aftur, ef hluturinn var minni. Sá, sem dró, stóð eða sat þeim megin, sem kinnakjálkarnir voru ekki, því að sá, sem renndi, þurfti að hafa olnbogarými við annan endann og kjálkahliðina. Byrjað var fyrst að renna innan úr, ef um þannig lagaðan hlut var að ræða. Rennijárnið — þau voru raunar fleiri en eitt og mis- munandi — var lagt við kinnina til að hafa stuðning og handleikið eða beitt eins og þurfa þótti. Þess var vel gætt að beita því ekki of djúpt, til þess að drátturinn yrði ekki of þungur. Kerlingin og það, sem verið var að renna, var vinstra megin við þann, sem renndi, þannig að hann sat á hlið við bekksendann, og á þetta við, ef rennt var innan úr hlutnum. Þegar hins vegar rennt var utan af, var staðið framan við bekkinn kjálkamegin, þar til gerð fjöl lögð ofan á kinna- kjálkana og rennijárnið lagt á hana til stuðnings, er því var beitt. Snúningsaðferðin var sú sama. Það sem rennt var í þessum rennibekk voru aðallega diskar, askar, smáöskjur, snældusnúðar og ýmsir smáhlutir. í Reykjarfirði eru enn til allmargir slíkir hlutir, sem Benedikt Hermannsson renndi í sínum bekk, sem var eins og þessi (sbr. mynd). Renndir hlutir í Reykjarfirði, gerðir l bekk Benedikts Hermannssonar. (Ljósm. Kristján Eldjárn). Cups and dishes turned on the primitive lathe.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.