Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Side 84

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Side 84
88 ég verið að steypa ofan í grunninn. Fyrrnefndan dag vorum við að hreinsa mold ofan af malarlagi því, sem er í botni grunnsins, og kom þá Kristmundur bróðir minn niður á silfur það, er fyrr um getur. Silfur þetta fannst um 2,5 m undir yfirborði jarðar, eins og það er á bæjarhólnum í Ketu. Jarðlag það, er rutt var úr grunninum, var þannig: Efst veggjarrústir, þar næst öskulag með allmiklu af Silfursjóðurinn frá Ketu (eðlileg stærð). Ljósm. Gísli Gestsson. dýrabeinum, svo kom allþykkt svart moldarlag og loks nokkuð gróf möl, og var silfrið þar sem moldin og mölin mættust, og þar innan um dálítið af beinabrotum, sem helzt virtust vera úr höfuðkúpu. Bein þessi voru svo illa farin, að þau tolldu ekki saman, enda mun iarðýtan hafa farið yfir bæði þau og silfrið, er hún vann í grunnin- um, og þykja mér miklar líkur til, að hún hafi sópað nokkru af hvorutveggja í burtu. Þess má geta, að við fundum þarna á nokkr- um öðrum stöðum í grunninum neðst í moldarlaginu beinabrot, er helzt líta út fyrir að vera úr mönnum, en þau eru mjög illa farin. Húsgrunnur sá, er nefndur er hér, er um 15 m norðan við núver-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.