Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Side 1
BJARNI VILHJÁLMSSON
RÓÐUKROSSINN I FANNARDAL
Crucifixum Fannardalense
StaShættir.
Inn af Norðfirði á Austfjörðum, hinum nyrsta og kunnasta þeirra
þriggja smáfjarða sem skerast inn úr Norðfjarðarflóa er verður
milli Horns að sunnan og Nípu að norðan, liggur falleg og búsældarleg
sveit þar sem lengst af hafa verið 12—16 bæir í byggð, allt eftir ár-
ferði og eftir því hvað talið skal til sjálfstæðra býla. Inn úr aðal-
dalnum liggja þrír afdalir. Nyrstur þeirra og beinast framhald sveit-
arinnar er Fannardalur sem gengur til vesturs eða lítið eitt til norð-
vesturs. Sunnan megin dalsins er Hólafjall, tvískipt og bratt, sem
endar í fallega ávölum hálsi, en sunnan við fjallið og hálsinn gengur
Seldalur þar sem fyrr á öldum var haft í seli frá prestssetrinu á
Skorrastað. I Seldal er nú samnefndur bær og hefur svo verið sam-
fellt frá því árið 1838. Seldalur gengur til suðvesturs en upp úr
honum miðjum liggur gömul gönguleið yfir Lambeyrarskarð til Eski-
fjarðar. Austan við Seldal gengur fram fjall er nefnist Hátún, en
austan þess er þriðji afdalur Norðfjarðarsveitar, Oddsdalur, sem
gengur mjög til suðurs og hækkar ört eftir því sem innar dregur,
enda hefur þar aldrei byggð verið. Um þann dal liggur nú þjóðleið
um Oddsskarð og sennilega undir það áður en langt um líður.
Norðan Fannardals liggur mjór fjallgarður sem skilur Norðfjörð
og Mjóafjörð en suður úr því fjalli, í norðvestur frá Fannardals-
bænum, gengur fell, Kaffell, stundum nefnt Kallfell eða Karlfell, sem
setur svip á landslagið í Fannardal. Fyrir miðjum dalbotninum liggur
jökullinn Fönn og af honum ber dalurinn nafn því að ekki er snjó-
þyngra í Fannardal en gerist og gengur austanlands. Um Fönn er
allhár tiltölulega beinn og greiðfær fjallvegur til Fljótsdalshéraðs um
Þuríðarstaðadali, Tungudal eða Slenjudal, eftir því hve norðarlega
er farið, og niður í Eyvindarárdal.
I Fannardal er samnefndur bær og stendur hann norðan Norð-