Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Blaðsíða 2
8
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
f jarðarár sem um dalinn rennur. Til sanns vegar má færa að Tandra-
staðir, gömul hjáleiga frá Hólum, og sjálfur bærinn Hólar standi
einnig í Fannardal þó að það sé ekki í samræmi við norðfirska mál-
venju. Frá sjónarmiði landslagseinkenna má segja að hár melhryggur,
svokallaður Naumimelur, sem gengur alveg niður í Norðfjarðará og
skiptir löndum með Tandrastöðum og Hólum, afmarki vel það svæði
sem réttilega mætti teljast til Fannardals.1
Jörö og ábúendur.
Elsta heimild um Fannardal og byggt ból þar er Droplaugarsona
saga sem talin er rituð á öndverðri 13. öld2 og virðist styðjast a. m. k.
að nokkru leyti „við einhverjar sagnir, einna helst staðsagnir, studdar
örnefnum1'3. f Fannardal gistu þeir Droplaugarsynir, Grímur og
Helgi, nóttina áður en þeir lögðu upp í hina örlagaríku ferð sína frá
Norðfirði og þeim var veitt fyrirsát og Helgi veginn við Kálf (s)hól á
Eyvindarárdal sem sagan nefnir Eyvindardal.4 Hvað sem líður sann-
fræði sögunnar og þar með heimildargildi um menn og atburði á 10.
öld er augljóst að leiðin úr Norðfirði yfir Fönn til Héraðs hefur verið
alkunn á ritunartíma sögunnar.
1 foraum máldögum Skorrastaðarkirkju5 er kirkjan talin eiga
„rekstur (lambarekstur) í Fannardal fyrir framan Ljósá (og) viðar-
1 Örnefni í Fannardal eru skráð í bókina Ömefni í Norðfjarðarhreppi, skrað
árið 1931 af Eyþóri Þórðarsyni (skólastjóra), handrit í eig-u Ungmennafé-
lagsins Egils rauða í Norðfirði. Ljósrit þessa handrits eru nú í Þjóðskjala-
safni íslands og Örnefnastofnun Þjóðminjasafns.
Hér eru ekki tök á að skrifa nákvæma lýsingu Fannardals en bent skal á
þessi rit þar sem dalsins er að nokkru getið: Þorvaldur Thoroddsen: Ferða-
bók, I. bindi, Kaupmannahöfn 1913, bls. 88—89; Olafur Olavius: Ferðabók,
II. bindi, Reykjavík 1965, bls. 124; Árbók Ferðafélags íslands 1957, (Stefán
Einarsson: Austfirðir norðan Gerpis), bls. 20—21; Jónas Árnason: Undir
Fönn, Reykjavík 1963, víðs vegar um bókina, sjá þó einkum bls. 20—23;
Þorteinn Jósepsson: Landið þitt, I. bindi, Reykjavik 1966, bls. 78—80. —
Enn fremur Kr. Kálund: Bidrag til en historisk-topografisk Beskrivelse
af Island II, Kph. 1879, bls. 248-—249.
2 Austfirðingasögur, íslenzk fornrit XI. bindi, Reykjavík 1950, bls. lxxxi.
3 Sama rit, bls. lxxviii.
4 Sama rit, bls. 158, 160 (1. nmgr.), 161.
5 Vilchinsmáldaga, Islenzkt fornbréfasafn (hér eftir skammstafað Isl. fbrs.)
IV, bls. 225, og Gíslamáldaga, Isl. fbrs. XV, bls, 690.