Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Side 4
10
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
teig fyrir norðan.“6 Þessi grein um ítök kirkjunnar er endurtekin
í biskupsvísitasíum fram eftir öldum.7 1 prófastsvísitasíum frá 20.
maí 1764 og 12. febrúar 1780 er skógarítakið afmarkað nánar með
þessum orðum: „... viðarteig í Fannardalslandi milli Prestsleita".8
1 Vilchinsmáldaga, sem árfærður er til 1397, er talið að til Skorra-
staðar liggi „xv bæir að allri skyldu, eru þar af iiij bænhús ....
fimmta liggur niðri.“9
Ekki eru kunnar beinar heimildir um bænhús á öðrum stöðum í
prestakallinu en í Sandvík, sem liggur milli Gerpis og Norðfjarðar-
horns, og á Barðsnesi sem var helsta býli hinna svokölluðu Suður-
bæja, er voru á nesi því sunnan Norðfjarðarflóa sem endar í
Norðfjarðarhorni, og svo hálfkirkja í Hellisfirði.10
6 Stafsetning á tilvitnunum í heimildarrit er hér sem annars staðar samræmd
nútíðarstafsetning en reynt er að öðru leyti að halda til haga öllum orð-
myndum og beygingarmyndum í frumtextanum.
7 T. a. m. í vísitasíu Brynjólfs biskups Sveinssonar 12. ágúst 1645, Þjóð-
skjalasafn (hér eftir skammstafað Þjskjs.) Biskupsskjalasafn (hér eftir
skammstafað Bps.) A II 8, bls. 195, í vísitasíu Jóns biskups Vídalín 7.
september 1706, Bps. A II 151, bls. 75, og í vísitasíu Jóns biskups Árna-
sonar 25. maí 1727, Bps. A II, 152, bls. 48. Sbr. og kirkjustól Skorrastaðar-
kirkju (Þjskjs. Kirknasafn II 7 A 1 1748—1821, bls. 1 (Vilchinsmáldagi,
athyglisverður texti) og bls. 9 (vísitasía Ólafs biskups Gíslasonar 10. ágúst
1748).
8 Vísitasíurnar eru í Þjskjs., í bögglinum Bps. A V 1.
9 Isl. fbrs. IV, bls. 226. Þetta er endurtekið og vitnað til máldagans í fyrr-
nefndri biskupsvísitasíu Brynjólfs biskups Sveinssonar.
10 Óprentað rit séra Sveins Víkings biskupsritara um kirkjustaði á Islandi.
Uppistandandi bænhúss í Sandvík er getið í skjölum frá Oddi biskupi
Einarssyni í AM 259, 4to (eftirrit Jóns Þorkelssonar í Þjskjs.) við árið
1582. Prestastefnubók Brynjólfs biskups Sveinssonar, Bps. A III, 1, bls. 28
(önnur blaðsíðuröð þess rits), en þar er ályktun prestastefnu í Kirkjubæ
22. ágúst 1651 um bænhús í Sandvík sem prestastefnan telur nauðsynlegt
vegna fjarska byggðarlagsins (fjarlægðar frá aðalkirkjunni), og eru eign-
ai-menn („eingarmenn" hdr.) skyldaðir til að halda því við. Um bænhús á
Barðsnesi eru heimildir í Annálum 1400—1800, I. bindi, bls. 406 (frá árinu
1686), sbr. og Alþingisbækur íslands, VIII. bindi, bls. 105 (sama mál 1686).
Um Hellisfjarðar hálfkirkju (eða sönghús, eins og kirkjan er oft ,nefnd)
eru til allmiklar heimildir, hinar elstu í áðurnefndum skjölum frá Oddi
biskupi Einarssyni við árin 1582, 1602 og 1611 og í fyrrnefndri presta-
stefnubók Brynjólfs biskups Sveinssonar 30. júní 1658, bls. 62, sbr. Isl.
fbrs. XI, bls. 3—4. Ein úttekt Hellisfjarðarkirkju hefur varðveist til okkar
daga, gerð 19. maí 1741 (í Þjskjs., Kirknasafn II 1 A 1). Ennfremur erutals-
verðar heimildir um kirkjuna í biskupsskjalasafni og skjalasafni amtmanns