Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Side 7
Róðukrossinn í fannardal
13
2. Landamerki þinglesin 14. júlí 1884.
3. Mannvirki: Túnslétta 248 m2 og sáðreitir fyrir matjurtir 603 m2
að stærð.
4. a. Túnið er vel ræktað, stundum hætt við kali. Meiri hluti þess er
sléttur. Taða af því í meðalári er 120 hestar. Talið 3,2 ha.
að stærð.
b. Engjar eru góðar, nærtækar, samfelldar, greiðfærar, blautlend-
ar; að líkindum má gera engjaveginn akfæran. 225 hestar fást
af engjunum í meðalári. Heyið er gott og hollt afgjafa.
c. Beitiland er gott, víðlent, nærtækt, en snjóþungt, þá hart fellur.
d. Upprekstrarland er gott og víðlent.
5. a. Eldsneyti: Mótak er gott og skógur í vexti, bráðum hæfur til
grisjunar.
b. Byggingarefni: torf, sandur og grjót, gott til byggingar.
c. Samgöngur: Ef farið er árdegis í Neskaupstað má komast heim
að kvöldi. Það er verið að leggja akveg þaðan, sem þarf að ná
í Fannardal.19
d. Fossar eru til í landinu.
6. Ókostir: Hættusamt er í dýjum og lækjum og aðfenni mikið.
7. Kúgildi: 1 — 6 ær — fylgir jörðu.20 Afgjald metið 60 kr. árlega.
8. Áhöfn telst hæfileg: 3 kýr, 1 geldneyti, 4 hestar og 250 fjár,
með 6 mönnum.
9. Matið: a. Jörðin kr. 3100,00
b. Mannvirki síðustu 10 ára — 100,00
c. Húsin — 1700,00
Samtals kr. 4900,00.“
Framangreint mat, sem gert er í miðri fyrri heimsstyrjöldinni,
áður en veruleg nýrækt hefst á fslandi, er á margan hátt fróðlegt.
Þar sést hilla undir nýjan tíma með akfæra vegi á næsta leiti. Þó
höguðu atvikin því svo, að veruleg ræktun á nútíma vísu hófst ekki
í Fannardal fyrr en eftir að jörðin lagðist í eyði.
Árið 1920 flyst nýtt fólk að Fannardal. Þá kaupir jörðina og fer
að búa þar Jósef Axfirðingur sem nokkru fyrr hafði dvalist í
10 Fjarlægðin frá Neskaupstað og inn í Fannardal er um það bil 15 km. Auðséð
er því að hér er miðað við lestaferðir í gömlum stíl.
20 í Jarðatali Johnsens, Khöfn 1847, er talið að V/> kúgildi fylgi Fannardal. Þar
búa þá tveir leiguliðar. 1 stríðshjálparskjölum 1681, sem áður er til vitnað,
er sagt að % kúgildi fylgi jörðinni, en leiguliði eigi tvö kúgildi.