Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Side 9
RÓÐUKROSSINN í FANNARDAL
15
Hákon Guðröðarson bóndi í Efri-Miðbæ. Eiga þeir jörðina enn og
er hún nytjuð frá Efri-Miðbæ. Þó að Fannardalur sé ekki lengur
í tölu byggðra bóla er þar þó meiri ræktun nú en nokkru sinni fyrr.
Heimildir um krossinn.
Þó að flestir gamlir norðfirðingar eigi ættir að rekja til bænda í
Fannardal og jafnt yngra fólki sem hinu eldra þar eystra séu harla
minnistæðir hinir síðustu ábúendur þar, þau Jósef og Ragnhildur, er
Fannardalur þó kunnastur út á við fyrir þær sagnir sem gengið hafa
um róðukross, krossmark með Kristslíkneski, sem hékk þar uppi í
baðstofunni öldum saman eða öllu heldur frá ómunatíð og fram á árið
1895. Allar eru sagnir þessar á þá lund að þeim er ætlað að skýra
tildrögin að tilkomu krossins að Fannardal, en eiga það sammerkt
að tímasetning upprunans er fallin í fyrnsku. Aðalinntak þeirra er
annars tröllasagnaminni og skýring eins örnefnis í Norðfirði, auk
þess sem orðum er farið um helgi krossins og átrúnað á hann. Frá-
sögn þessi er því öðrum þræði helgisaga. Flestum heimildum ber
saman um að á krossinn hafi verið heitið og hann hafi orðið vel við
áheitum.
Skýrsla séra Benedikts Þorsteinssonar.
Elsta heimild, sem kunn er um krossinn, er samt ekki þjóðsaga
þó að þar sé minnst á tröllagang, reimleika, álfa og óvættir, heldur
er það skýrsla sóknarprestsins á Skorrastað, séra Benedikts Þor-
steinssonar, til hinnar konunglegu fornfræðinefndar í Kaupmanna-
höfn (Den Kongelige Commission for Oldsagers Opbevaring i Kio-
benhavn). Skýrsla séra Benedikts um krossinn, skrifuð á Orms-
stöðum í Norðfirði 1819, er á þessa leið :22
„3. Hér fyrir utan er hér á bæ þeim sem Fannárdalur23 heitir,
innsti í firðinum, eitt lítið crucifix (trébílæti) neglt á krossspýtur,
22 Séra Benedikt Þorsteinsson (prests á Skorrastað Benediktssonar) er fæddur
1768 suður í Mýrdal en þá var faðir hans aðstoðarprestur í Rcynisþing-um.
Benedikt var prestur að Skorrastað frá 1794 til dauðadags 1845. Tvö fyrstu
árin var hann aðstoðarprestur föður síns. Hann sat á Ormsstöðum frá 1819
til dauðadags. Skýrsla hans er í Þjóðminjasafni Dana (Nationalmuseet í
Kaupmannahöfn). Hér er kaflinn um krossinn í Fannardal prentaður eftir
ljósriti og stafréttu eftirriti dr. Kristjáns Eldjárns í Þjóðminjasafni Is-
lands. Stafsetning er hér sem annars staðar í þessari ritgerð samræmd en
orðmyndum haldið.
2S) Þessi orðmynd, Fannárdalur, kemur einnig fyrir í manntalinu 1703 (Mann-
tal á Islandi árið 1703, Reykjavík 1924—1947), bls. 403.