Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Blaðsíða 10
16
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
sem í fornöld er sagt að rekið hafi á þá fjöru sem hér er við sjóinn og
enn nú heitir Krossfjara24 og þá hafi það flutt verið að Fannardal til
að vama þar tröllagangi og reimleika af álfum og óvættum sem þá hafi
minnkað. Annars hefi ég áreiðanlega vissu um að þetta bílæti hefur
lengi vel, síðan pápiskur átrúnaður niðurlagðist, vakið nokkra hjátrú
hér í kring og það jafnvel fram á vora daga, í því tilliti að ýmsir menn
hétu á það í margs kyns neyðar tilfellum og leystist þá oftast nær
ótrúanlega úr þeim vandræðum. Oftar bestóðu heit þessi í klútrýjum,
kertum og lýsi svo lengi vel fram til minna daga þurfti bóndinn í
Fannardal ei meira til lýsingar á heimili sínu en það sem krossinum
gafst árlega. En nú er þetta so nær sem að öllu úrelt“.
Þessi frásögn er fyrir margra hluta sakir hin merkilegasta. Upp-
runi krossins er talinn vera „í fornöld" og hann hafi rekið á Kross-
fjöru. Einnig eru við hann bendlaðar vættir í Fannardal þó að ekki
sé rakin saga af þeim. Allt kemur þetta vel heim við þjóðsögur um
krossinn sem skráðar eru í lok 19. aldar og á 20. öld. Sama er að
segj a um ;trú manna og áheit á krossinn. Heimildir um það efni virð-
ast vera óvéfengjanlegar þó að tilraun hafi verið gerð á þessari öld
til að draga fjöður yfir þann átrúnað eins og vikið verður að síðar.
Þess er vert að minnast að séra Benedikt kemur að Skorrastað
þriggja ára gamall árið 1771 og hefur haft öll skilyrði til að muna
eftir krossinum og sögnum um hann frá því um 1775—1780 eða jafn-
vel fyrr. Það má því heita fullvíst að þjóðsögur hafa verið sagðar
um krossinn og uppruna hans á ofanverðri 18. öld. Allar líkur eru
til að þessi „hjátrú“, sem séra Benedikt talar um, sé miklu eldri,
eins og hann gefur í skyn, ef til vill leifar af pápiskum átrúnaði.
Skemmtilegast er þó að hinn lútherski klerkur treystir sér ekki til
að neita því að mönnum hafi orðið að trú sinni og áheitin hafi gefið
góða raun. Annars er krossmarkið í sjálfu sér jafnheilagt í lúthersk-
um og kaþólskum sið, en sá er munurinn að áheit á helga dóma sam-
rýmast ekki kenningum Lúthers eða lútherskum rétttrúnaði. Um
það er órækast vitni hér á landi barátta Gissurar biskups Einars-
sonar, sem „fyrirbauð alvarlega .... hjátrúaráheit og dýrkun“, sem
tengd voru krossinum í Kaldaðarnesi í Flóa.25
24 Krossfjara er milli hleina í lítilli vík sem liggur undir svokölluðum Bökkum
eða Bakkabökkum, kenndum við hjáleiguna Bakka frá Nesi, en Bakki hafði
ekki sérstök landamerki fyrr á tímum (sbr. áður ívitnaða jarðamatsbók frá
1849, bl. 12). Krossfjara er nokkurn spöl utan við núverandi Neskaupstað,
skammt frá grafreit norðfirðinga, og er þar viti í grennd.
25 Sjá Biskupasögui' Jóns Halldórssonar I, Reykjavík 1903—1910, bls. 61—62.