Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Síða 16
22
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
unarsvæði í þá daga var þar um vaxandi byggðarlag að ræða og
snemma mikið útræði, enda mun Sveinn ekki síst hafa efnast á fisk-
kaupum og fiskverkun. Hann gerði einnig út skútu sem var bæði
fiski- og flutningaskip, nefndist Sigga meðan það var í hans eigu.
Það skip var selt til Reykjavíkur og nefndist þá Ingvar en hann fórst
með sviplegum hætti á Viðeyjarsundi vorið 1906.39
Eftir brottför Sveins frá Norðfirði rak Þorbjörg kona hans verslun
þeirra Sveins. Brátt tekur þó Sigfús við versluninni. Gerðist hann
þegar mikill athafnamaður og stór í sniðum. Jafnframt versluninni
rak hann vélbátaútgerð, hvort tveggja með miklum myndarbrag,
allt til dauðadags 13. janúar 1935. Heimskreppan og breytt þjóðfé-
lagsviðhorf drógu samt þrótt úr fyrirtækjum hans allra síðustu
árin.40
Fannardalskrossinn eftir uppboSiö.
Ekki hef ég fengið glögga vitneskju um hvernig Sveinn Sigfússon
bjó að Fannardalskrossinum eftir að hann komst í hans eigu. En
staðreynd er að krossinn varð eftir í húsi Sveins er hann fór frá
Norðfirði. Meðan Þorbjörg dvaldist í Kaupmannahöfn önnuðust
verslunarreksturinn og önnur umsvif á vegum þeirra hjóna þeir
Hjálmar ólafsson á Ekru og Stefán Halldórsson frá Bakka.41
Snemma á þessari öld er Fannardalskrossinn kominn í bú Sig-
fúsar Sveinssonar á Nesi í húsi því sem Sveinn Sigfússon hafði
reist sér, þar sem fyrir skemmstu var heimavist gagnfræðaskólans í
Neskaupstað. Þar man Guðmundur Sigfússon (f. 25. ágúst 1909)
eftir honum í bernsku sinni. Var krossinn þá geymdur uppi á háa-
lofti og ekki mikið haft við hann að sögn Guðmundar. Minnist hann
39 Skútuöldin I, Reykjavík 1944, bls. 589—590. Guðjón Hjörleifsson, fyrrum
skipstjóri, Hverfisgötu 47, Reykjavík, tengdasonur Sveins Sigfússonar, hefur
tjáð mér að skúta þessi hafi verið með 10 ha. hjálparvél.
40 Um æviatriði Sigfúsar sjá íslenzkar xviskrár IV, bls. 197—198, Hver er
maöurinn II, bls. 177, og Islenzkir Hafnarstúdentar, bls. 271.
41 Hjálmar Ólafsson fæddist á Vestdalseyri við Seyðisfjörð 4. nóvember 1883,
en dó í Reykjavík 5. maí 1956. Hann var búsettur á Ekru í Neskaupstað til
dauðadags. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Ásgeirsson og Helga Jóns-
dóttir, bæði vestfirðingar að uppruna. Stefán Halldórsson fæddist á Bakka
í Norðfirði 9. janúar 1875, en dó á sjúkrahúsi í Reykjavík 20. júní 1921,
búsettur á Norðfirði til dauðadags. Foreldrar hans voru hjónin Halldór
Stefánsson bóndi og Anna Runólfsdóttir, systir Þorbjargar, fyrri konu
Sveins Sigfússonar. Stefán var lengst af ævi sinnar utanbúðarmaður hjá
Konráði Hjálmarssyni kaupmanni á Norðfirði.