Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Qupperneq 20
26
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
sveig. Það virðist þó ekki vera upphaflegt, heldur skemmd sem mynd-
in hefur einhvern tíma orðið fyrir. Að framan stendur hárið nokkuð
fram undan þyrnikórónunni. Kristsmyndin er með skegg á höku og
undir vöngum. Bæði hár og skegg er nokkuð hrokkið. Vinstri hand-
leggur er ljósari en hinn hægri og gæti því verið yngri smíð.45
Brjóstið er hvelft, og geirvörtur eru mjög glögglega skornar. I
bringubeinsstað er greinileg hvilft í brjóstið. Neðan rifja er líkaminn
mikið innskorinn niður undir lendar, eins og kviðurinn sé mjög
strengdur. í kringum mittið er skora, fremur mjó, en leynir sér ekki.
Ofan við skoruna vinstra megin er dæld sem nær niður í mittis-
skoruna og gæti við fyrstu sýn virst skemmd í myndinni. Vafalaust
hefur listamaðurinn þó ger:t þetta að yfirlögðu ráði og viljað með því
sýna síðusár frelsarans, enda tilheyrir það stíl þessarar Kristsmynd-
ar eins og betur verður vikið að síðar.
Neðan við mittið tekur við lendaklæði, skorið í miklum fellingum
og nær utan til niður um mið lær, en innan til gengur það niður fyrir
kné. Eins og títt er á slíkum Kristsmyndum eru knén talsvert bogin.
Ristar eru negldar saman með einum nagla og liggur hægri rist ofan
á hinni vinstri. Verður það til þess að hægra kné liggur nokkru
hærra hinu vinstra.
Greinilegt er að listamaðurinn hefur viljað sýna Krist lifandi og
stæltan á krossinum. Við krossinn nemur ekki annað af líkamanum
en höfuð, herðar og svo vinstri fótur.
Kristsmyndin á Fannardalskrossi er mjög svo stílfærð mynd mann-
legs líkama. Ekki er hirt um nákvæma eftirlíkingu vöðvabyggingar
og vaxtar- eða limalags sem erlendir atvinnuskurðmeistarar hafa
löngum tíðkað á verkstæðum sínum. Þó að myndin sé skorin fáum og
fremur einföldum dráttum er hún engan veginn óhönduglega eða við-
vaningslega gerð. Hrokkið hár og skegg og haglega gerðar fellingar
lendaklæðisins gæða hana miklu lífi. Einmitt með því að stilla í hóf
45 Þetta er í samræmi við það, sem Bjarni Þórðarson, þáverandi bæjarstjóri
Neskaupstaðar (f. 24. apríl 1914 á Kálfafelli í Suðursveit), segir í grein í
Austurlandi, 7. árg., 7. tbl., 15. febrúar 1957, bls. 2 (um örnefnið Krossfjöru í
Norðfirði), eftir Þorbergi Guðmundssyni á Tröllanesi í Neskaupstað (f. í
Fannardal 30. apríl 1879 (sonur hjónanna Guðmundar Magnússonar og
Helgu Marteinsdóttur), d. í Neskaupstað 6. júlí 1958) og Eiríki Elíssyni
tengdaföður sínum. Grein þessi er að vísu nafnlaus í blaðinu, en Bjarni
ritstjóri þess gengst fúslega við henni. Þegar vísað er til Bjarna Þórðar-
sonar hér á eftir, er átt við þessa grein og framhald hennar í næsta tölu-
blaði (22. febrúar 1957, Meira um Fannardalslcrossinn).