Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Side 22
28
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
„Hm rómanska krossfestingarmynd hefur þessi einkenni: Höfuð
frelsarans er upprétt og horfir beint fram, stundum með kórónu
konungs eða keisara. f svipnum vottar ekki fyrir kvaladráttum, þetta
er guð standandi á krossinum, lífs og með opnum augum. Undir
fótum hans er fótskör eða stallur sem hann stendur á. Fæturnir eru
því beinir, hlið við hlið, og alltaf negldir með sínum naglanum hvor.
Handleggirnir teygðir út með um það bil réttu horni við síðurnar.
Ekkert síðusár. Um lendarnar breitt klæði. — Slíkar voru hinar
fyrstu myndir af Hvíta-Kristi sem til fslands bárust, þannig voru
krossarnir sem bornir voru fyrir kristnum mönnum á Alþingi árið
1000. . . .“40
Upp úr 1200 fer að ryðja sér til rúms önnur gerð róðukrossa, hinir
svonefndu gotnesku krossar. Þá er farið að leggja aukna áherslu á
hinar hræðilegu kvalir Krists og útmála þjáningar hans sem allra
mest, eins og við þekkjum svo vel úr píslarbókmenntum íslenskum,
bæði fyrir og eftir siðaskipti. „Róðukrossar í gotneskum anda hafa
síðan [þ. e. frá 13. öld] fylgt kristninni, en einkum eru það þó
krossar frá 13.—15. öld sem með réttu heita gotneskir róðukrossar.
Þeir hafa verið mjög algengir hér á landi fyrir siðaskipti og áttu
sumar kirkjur marga eins og máldagar sýna, en nú eru þeir fáir
eftir. Eflaust hafa þeir margir verið útlendir að uppruna en þó
hafa íslendingar jafnan fengist við líkneskjusmíði og á Þjóðminja-
safninu eru til nokkrir gotneskir róðukrossar sem með sæmilegri
vissu má telja íslenska.“50
„Á gotnesku krossunum hangir frelsarinn, í andarslitrunum,
þyrnikrýndur og blóðrisa, svipurinn markaður djúpri þjáningu. Höf-
uðið drúpir, oftast nær til hægri, sár gapir á annarri síðunni, fæt-
urnir eru krosslagðir og negldir einum nagla svo að naglarnir eru að-
eins þrír til samans. Af þessari gerð eru flestir róðukrossarnir í
Þjóðminjasafninu og allir þeir íslensku nema Ufsakrossinn og kopar-
krossinn frá Sólheimum.“51
Sé hafður í huga framangreindur samanburður á rómönskum
krossum og gotneskum orkar það ekki tvímælis að Fannardalskrossinn
telst til hinna gotnesku krossa. Það sýnir ljósast halli höfuðsins, síðu-
sárið, krosslagðir fætur og einn nagli gegnum báðar ristar. Dr.
40 Kristján JEldjárn: Gengið á reka, bls. 152—153.
50 Sama rit, bls. 174.
51 Sama rit, bls. 166.