Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 23
Róðukrossinn í fannardal
29
Stefán Einarsson segir að Fannardalskrossinn sé „gotneskur róðu-
kross (úr franskri skútu?) er rekið hafði á Krossfjöru."52
Þar með er þó ekki allt sagt. Hinn gotneski svipur róðukrossins frá
Fannardal er engan veginn í sinni eindregnustu mynd. T. d. ganga
armar svo til hornrétt út frá líkamanum eins og tíðkast á rómönskum
krossum. Hitt er þó meira um vert að á Fannardalskrossinn vantar
þann mikla þjáningar- og kvalasvip sem framar öllu einkennir gotn-
esku krossana. Áður hefur verið á það minnst (bls. 26) að Kristur
er sýndur stæltur og lifandi á krossinum. Það er eins og hann hafi
yfir sér tignar- og hefðarblæ rómönsku Kristsmyndanna þrátt fyrir
hin almennu gotnesku einkenni. Benda má á að þyrnikórónan er
varla þekkjanleg. Að vísu minnir höfuðsveigurinn ekki heldur á
keisara- eða konungskórónu en engin goðgá er að líkja honum við
skarband, skrautband, sem fornir höfðingjasynir höfðu að skarti um
hár sér, svipað því sem Haraldur Gonnsson gaf Gunnari á Hlíðarenda,
eins og segir í 31. kapítula Njálu.
Erfitt er að kveða á um aldur Fannardalskrossins eftir ytri ein-
kennum. Freistandi er þó að setja uppruna hans frekar fyrr en síðar
a tímabilið 13.—15. öld, meðan menn höfðu enn veður af hinum
tiginmannlega rómanska Kristi. Suðrænir krossar frá þessum tíma
eru allir með mjög fínlegu handbragði, enda vafalaust gerðir af þaul-
vönum skurðmeisturum sem höfðu iðn sína að atvinnu. Allt bendir
hins vegar til að hinn hrjúfi, einfaldi og nokkuð stílfærði útskurður
a Fannardalskristi sé fremur íslenskur en suðrænn.
Sagnir og átrúnaður.
Eins og áður getur í sambandi við skýrslu séra Benedikts Þor-
steinssonar um krossinn hafa gengið um hann talsverðar sagnir í
Norðfirði fyrr meir og átrúnaður verið bundinn við hann. Vissa er
fyrir því að sá átrúnaður var ekki einskorðaður við Norðfjörð heldur
náði hann víðar um Austurland. Heimildir eru fyrir því að fólk í
Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði hefur haft trú á Fannardalskrossinum
til áheita og fært honum gjafir.53
’’2 Árbók Ferðafélags íslands 1957, bls. 21. — Gotneskur stíll merkir í rauninni
síðmiðaldastíll er suðrænir menn vildu rekja til germanskra áhrifa; róm-
anskan stíl mætti einnig nefna ár-miðaldastíl.
03 Heimildarmaður minn er dr. Lúðvík Ingvarsson prófessor (f. 12. júlí 1912
á Nesekru á Norðfirði). Hann sagði mér fyrir mörgum árum og hefur oft
ítrekað það síðar að móðir hans, Margrét Finnsdóttir (f. á Tunguhóli í