Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Síða 31
RÓÐUKROSSINN í FANNARDAL
37
framangreind orð en hann gleymt því að hann hafði áður skýrt orð
tröllkonunnar svo, sjálfsagt réttilega, að hún ætti við Jóhannes
skírara (Jón baptista) sem Vallaneskirkja var helguð.61
Einnig er vert að minnast á það atriði, sem fram kemur í frásögn
þessari, að krossinn hafi „upphaflega verið verndarmerki á kaþólsku
skipi“ en sú hugmynd virðist mjög rótföst meðal fólks eystra. Að
öðru leyti verða þessar sagnir Sigfúsar ekki gerðar að umtalsefni.
Þó að nokkru skakki um rétta tímaröð skal hér skotið inn frásögn
Guðmundar Stefánssonar sem er fæddur og upp alinn á Hólum, í
næsta nágrenni við Fannardal, og áður hefur verið vitnað til.62
Guðmundi farast svo orð, eftir að hann hefur lýst nokkuð húsa-
kynnum í Fannardal: „1 vesturenda baðstofunnar sem hjónarúmið
var, þar stóð upp á hillu krosstré er rak á fjöru, austast að norðan-
verðu í Norðfirði, er flutt var að Fannardal og var þar árum saman.
Eftir gömlum sögnum áttu að hafa verið 2 tröllskessur er héldu
til sitt á hvoru fjalli innst í dalnum og sagðar systur, Fála og Gála.
Önnur sat á Karlfelli, að norðanverðu upp yfir Fannardalsbænum,
en hin að sunnanverðu á Hólafjalli er nær út fyrir Hólabæ. Svo segja
sagnir að sú sem sat á Karlfelli og sá ekki út á sjóinn sagði: „Spyrn-
um saman fjöllum, systir". Þá svaraði hin er sat á Hólafjalli og
sá út á sjóinn: „Ekki má, systir, því fauskur er kominn í fjarðar-
kjaft“. Það átti að hafa verið krosstréð, sem rekið var á fjöruna og
flutt að Fannardal, er varnaði þessu. Árið 1895 er krosstréð tekið frá
Fannardal og flutt út að Nesi“.
Ég sakna hér mjög lýsingar á krossinum og átrúnaði sem við hann
var bundinn, en um hvorttveggja heyrði ég Guðmund ræða, bæði á
æskuárum mínum og á síðustu árum Guðmundar hér í Reykjavík.
Eiga sum þau atriði eftir að koma fram í þeim frásögnum sem
birtast hér síðar. Vekja má athygli á því að Guðmundi er ljóst að
fjarðarbotn og (Kross)fjaran fá ekki samrýmst, og talar hann því
um fjarðarkjaft og gætir þess vel að önnur tröllskessan fái séð út
á sjóinn til þess að gefa sögunni raunveruleikablæ, enda er austur-
endi Hólafjallsins (Hólaeyrað) mikið notað til miðunar á grunnmið-
um í Norðfjarðarflóa og nokkuð út frá honum.
Hér skal einnig tilfærður vitnisburður manns sem mundi eftir
01 Sjá Prestatal og prófasta á Islandi, 2. útg., Reykjavík 1950, bls. 14—15. Valla-
nesprestarnir tveir með nafninu Jón Stefánsson stan'da hlið við hlið í
íslenzkum æviskrám III, bls. 276.
02 Sjá bls. 17 hér að framan og 26. neðanmálsgrein. Frásögnin sem kemur
hér á eftir er á bls. 100 í handriti Guðmundar (Lbs. 2795 4to).