Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Síða 32
38
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
krossinum meðan hann var enn kyrr í Fannardal. Þessi maður er
Guðmundur Bjarnason bakarameistari sem síðast bjó að Þingholts-
stræti 22 í Reykjavík, fæddur að Veturhúsum í Eskifjarðarkálki 11.
júní 1883, dáinn í Reykjavík 27. júlí 1961. Guðmundur var norð-
firðingur að ætt og ólst að mestu upp í Norðfirði. Foreldrar hans
voru Bjarni Pétursson frá Hofi í Norðfirði, en móðir hans Guðrún
Marteinsdóttir úr Sandvík, systir Helgu Marteinsdóttur húsfreyju í
Fannardal, sem gerð er grein fyrir hér að framan.
Guðmundi Bjarnasyni farast svo orð:
„Þegar ég var á fimmta ári var mér komið til Helgu móðursystur
minnar, ekkju sem bjó í Fannadal í Norðfirði. Hún hafði mikið bú
og góða jörð, stóð upp á sitt besta. Hafði hún ráðsmenn nokkra og
var fjörkona. Mér brá mjög við matinn og húsakynnin því að hvort-
tveggja hafði verið lélegt í fátæktinni í Veturhúsum. I Fannadal
var stór baðstofa og allt þiljað. 1 baðstofunni var stórt krossmark með
Kristi á krossinum. Um þetta hefur verið skrifað þó nokkuð og
þjóðsögur gengu um krossinn. Segir þjóðsagan að krossinn hafi
rekið á svonefndum Krossmel. Ennfremur segir að tvær tröllkonur
hafi ætlað að spyrna saman Hólafjalli og Kaffelli, en áður en þær
komu því við rak þennan mikla og fagra grip af sjó. Fólk hét á
krossmerkið, og eignaðist það silkiklúta sem lagðir voru yfir það.
Ég horfði oft á krossmerkið og undraðist það. Ég sá silkiklútana
sem breiddir voru yfir það. Krossinn er nú geymdur á Norðfirði.
1 Fannadal var vatnsmylla en slík mannvirki þekktust ekki nema
á bestu bæjum. Ég undi mjög við að skoða kornmylluna en hún
malaði allt korn til heimilisins og jafnvel fyrir aðra ....“ (Vil-
hjálmur S. Vilhjálmsson: ViS sem byggöum þessa borg, III. bindi,
Reykjavík 1958, bls. 72, í þættinum Guðmundur Bjarnason: Svipmót
vinnunnar, bls. 69—102).
Þess ber að gæta að þessi frásögn er skráð eftir Guðmundi en ekki
færd í letur af honum. Orðmyndina Fannadalur í stað Fannardalur
verður að færa á reikning skrásetjara eða prentvillupúkans. Vant er
að segja hvort örnefnið Krossmelur er afbökun skrásetjara eða mis-
minni sögumanns. Hið síðara virðist þó líklegra. Benda má á skýr-
ingu á því að orðin kross og melur gátu auðveldlega tengst saman
í huga gamalla norðfirðinga. í Neskaupstað er svokallaður Franski-
melur. Þar var forðum grafreitur franskra sjómanna og stóðu þar
krossar á leiðum fram á daga roskinna norðfirðinga. Mér vitanlega
hefur uppruni Fannardalskrossins aldrei verið bendlaður við þennan
franska grafreit sem ekki mun heldur ýkja gamall, varla eldri en