Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 33
RÓÐUKROSSINN í FANNARDAL
39
frá 19. öld, er fiskveiðar Frakka hér við land stóðu með mestum
blóma, þó að Frakkar hafi raunar komið hingað til fisk- og hvalveiða
löngu fyrr. (Um franska sjómenn hér við land hefur furðu lítið
verið skrifað, sjá þó helst Ólafur Davíðsson: Þilskipaveiðar við Island,
Andvari 12. árg. (1886), bls. 1—48, einkum þó bls. 31—34, og
Alexander Jóhannesson: Menningarsamband Frakka og Islendinga
(Studia Islandica 9), Reykjavík (1941), bls. 24—35).
Frásögn Guðmundar Bjarnasonar hefur það einkum sér til ágætis
að hún bregður nokkru Ijósi yfir mannlíf í Fannardal í lok 19. aldar.
Ungmennafélagið Egill rauði í Norðfjarðarhreppi hélt árlega um
langt skeið sumarhátíð á útisamkomustað sínum í Kirkjubólsteig.
Dr. Jakob Jónsson var sóknarprestur á Norðfirði á árunum 1929—
1935. Á sumarhátíðinni 1929, hinn 7. júlí, var séra Jakob ræðumaður
dagsins. Þar lagði hann út af sögunni um krossinn í Fannardal. Eins
og vænta má var ræðan trúarleg og heimspekileg hugvekja, en ekki
verður sagt að hún hafi verið í hefðbundnum stíl miðað við sinn
tíma, enda var séra Jakob í forystusveit ungra frjálslyndra guð-
fræðinga sem um þær mundir gáfu út tímaritið Strauma (I.—IV.
árg., Reykjavík 1927—1930). Að fyrra bragði mætti ætla að kross-
markið væri gömlum rétttrúnaðarguðfræðingi hugstæðara en ungum
nýguðfræðingi. Þess sér þó ekki stað í ræðu séra Jakobs, en hann
leggur áherslu á að krossinn í Fannardal, bjargvættur byggðarinnar,
hafi borist með straumum. Leynir sér ekki að það er „Straumamaður"
sem tungu hrærir. Ræða þessi hefur ekki birst á prenti á íslensku
og er nú ekki tiltæk á því máli, en hún var prentuð í færeyskri þýð-
ingu Símunar av Skarði í tímaritinu Varðin 1930. Hér verður út-
legging séra Jakobs á sögunni ekki gerð að frekara umtalsefni, en
birt skal upphaf ræðunnar sem sýnir ljóslega hvaða gerð sögunnar
ræðumaður leggur til grundvallar hugleiðingu sinni:
„Háttvirda samkoma! Góðir íslendingar!
Eg ætli at byrja roðu mína við tí at siga tykkum sogu, sum vissiliga
man vera ollum Norðfirðingum kunnug frammanundan. Hon átti
at vera okkum so nógv týðuligari í huga, vegna tess at hon fer fram
á hesum leiðum í námindu við staðin tann, sum vit standa á. Eg skal
siga hana eins og hon varð sogd mær fyri nokrum dogum:
I fyrndini búðu tvær flagdkonur onkustaðni í námdini. Tær vóru
systrar. lkki veit eg annað um ævi teirra ella hvussu tær skikkaðu
sær annað enn tað, at einaferð vóru tær komnar á samt um at spyrna
bæði Hólafjall og Kaffelli yvir dalin, sum vit síggja breiðast út fyri
eygum okkara. Mundu tær tá hava oyðilagt alt, bæði livandi og deytt,