Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Side 37
RÓÐUKROSSINN f FANNARDAL
48
móður minni í kynnisför norður að Fannardal til uppeldissystur
hennar er var þar húsfreyja. Hékk krossinn þá í miðri baðstofunni
eins og hann hafði áður gert, og var sveipað utan um hann rauðum
léreftsklút. Ég veitti honum talsverða eftirtekt. Hann var málaður
með svörtum lit. Líkneskið sjálft var heldur brúnleitara og gljáa-
meira. Mér var sagt að þenna lit hefði hann haft frá því fyrsta.
Klúturinn var hafður utan um hann til þess að verja hann ryki.68
Eitt sinn átti ég tal við móður mína um krossinn og spurði hana
meðal annars hvort menn hefðu trúað á hann og hvernig með hann
hefði verið farið þegar hún var í Fannardal. Hún neitaði því að
fólk hefði haft á krossi þessum nokkurn sérstakan átrúnað, en sagði
að það hefði verið föst heimilisvenja að halda honum hreinum og sjá
um að þessi rauði klútur, sem látinn var skýla honum, væri hreinn
á hátíðum og tyllidögum. Ég spurði hana eftir því hvort klúturinn
hefði alltaf verið rauður og hvort húsbændurnir hefðu lagt klútinn
færsla kirkjubókarinn'ar hlýtur að vera byg-gð á meinloku prestsins (sem þá
var séra Salómon Björnsson). Hannes Þorsteinsson tók af eðlilegum ástæð-
um, þar eð hann kom ókunnugur að verkefni sinu, færslu kirkjubókarinnar
gilda er hann’ rakti ætt dr. Björns Bjarnasonar í Skírni 1919 (bls. 101). —
Sóknarmannatal í Skorrastaðarprestakalli vantar árin 1839 og 1840 en síð-
ara árið var tekið aðalmanntal og sést af því að Jón Björnsson er þá
kominn í Fannardal. Það manntal er tekið 2. nóvember 1840. Hins vegar
virðist einsætt af manntalsbók sýslumanns í S.-Múlasýslu að Jón Björns-
son hafi búið skattárið 1839—1840 í Skálateigi, en næstu árin þar á un'dan
bjó hann á Hofi. Það verður því að hafa fyrir satt að Jón Björnsson hafi
komið að Fannardal í fardögum 1840 og að Guðrún dóttir hans hafi þá
verið 4 ára gömul (f. 29. maí 1836). Jón er síðast skráður í sóknarmannatali
bón'di í Fannardal 1854 og hefur Guðrún orðið 18 ára á því ári. Kona Jóns
Björnssonar var Ingibjörg Illugadóttir (f. á Rima í Mjóafirði um 1811, d.
í Viðfirði 15. maí 1874). Foreldrar hennar voru hjónin Illugi Jónsson (f. á
Ærlækjarseli í Axarfirði 2. maí 1790, d. í Grænanesi í Norðfirði 31. júlí
1876) og Ingveldur Hermannsdóttir (f. í Dölum í Mjóafirði um 1774, d. í
Fannardal 20. janúar 1852) bónda í Firði í Mjóafirði Jónssonar.
08 Það hefur verið sumarið 1870 sem Jón Bjarnason fór kynnisförina að
Fannardal. Þá bjuggu þar hjónin Guðmundur Magnússon og Sigurbjörg
Sigfúsdóttir en grein hefur verið gerð fyrir þeim hér að framan (bls. 17).
Foreldrar Sigurbjargar, þau Sigfús Vilhjálmsson (d. í Fannardal 11. janú-
ar 1860, 73 ára) og Ingibjörg Skúladóttir (d. í Fannardal 12. febrúar 1870,
81 árs), voru einmitt sambýlisfólk Jóns Björnssonar og Ingibjargar Illuga-
dóttur í Fannai'dal svo að þær Guðrún' Jónsdóttir og Sigurbjörg Sigfús-
dóttir höfðu alist þar upp saman. Sigurbjörg var þremur árum eldri en
Guðrún. Jón Björnsson (Skúlasonar) og Ingibjörg Skúladóttir (Skúla-
sonar) voru bræðrabörn. (sjá Æ Au nr. 7385 og áfram).