Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Síða 41
RÓÐUKROSSINN í FANNARDAL
47
norðfirðingum sem þá voru ofar moldu en hafa nú safnast til feðra
sinna.72
Gef ég þá Bjarna Þórðarsyni orðið: „Ekki langt fyrir innan Haga,
sem áður hefur verið getið í þáttum þessum,73 en undir svokölluðum
Bakkabökkum er lítil en falleg skeifumynduð vík eða vogur milli
tveggja kletta og er fjara fyrir botni víkurinnar. Fjara þessi nefnist
Krossfjara og er sagt að þaðan hafi sjór verið stundaður fyrr á
öldum og er það trúlegt því lending er þar án efa miklu betri en víða
annars staðar þar sem útræði hefur verið. Ekki hef ég heyrt þess
getið að nafn væri á voginum ....74
Ein mótsögn er í þessari sögu [þ. e. sögu dr. Björns Bjarnasonar
um Fannardalskrossinn]. Tröllskessan er látin segja að krossinn
(er látin segja fiskur því að sjálfsagt hafa heiðnar vættir ekki
mátt taka sér í munn krossnafnið) hafi rekið í fjarðarbotn, en fjarri
fer því að Krossfjara sé í fjarðarbotni. Þetta örnefni gæti því verið
dregið af öðru, t. d. fiskiskálum, á sama hátt og Krossskálavík sem
drepið var á í síðasta blaði.75 f pápískum sið var líka, sem alkunn-
ugt er, mjög mikið um að krossar voru reistir á víðavangi, einkum
þar sem einhverjar hættur leyndust. Munu mörg krossnöfn dregin
af þess háttar helgitáknum. Kunnastir þessara krossa voru krossinn
í Njarðvíkurskriðum, sem enn er haldið við, og krossinn í Kaldaðar-
nesi. Hugsanlegt er að örnefnið Krossfjara sé dregið af slíkum krossi
sem reistur hefur verið þar á bökkunum eða í fjörunni.
Rétt er að geta þess að sumir telja að skessan hafi átt að segja:
„Fiskur er rekinn í fjarðarkjaft og er það sennilegra ef þjóð-
sagan á í raun og veru við Krossfjöru.
En hvað sem þessum tilgátum líður getur meginuppistaða sög-
unnar verið sönn því þessi kross var til og er til og ekkert líklegra
en að hann hafi rekið af sjó.
Kross þessi var, sem í sögunni segir, geymdur í Fannardal. Enginn
veit aldur hans, en víst er að hann er mjög gamall. Mér hefur sagt
Þorbergur Guðmundsson, sem fæddur er og uppalinn í Fannardal
72 Austurland, 7. árg., 7. tbl. 15. febrúar 1957, bls. 2. Aðalfyrirsögn er Ör-
nefni í Neskaupstað, en undirfyrirsögn A. Krossfjara. Allar neðan'málsgrein-
ar eru gerðar af liöfundi þessarar ritgerðar (B. V.).
73 Austurland, 7. árg., 5. tbl., 1. febrúar 1957, bls. 2.
74 Hér tekur Bjarni upp sögu dr. Björns Bjarnasonar um Fannardalskrossinn
og hefur fyrir henni dálítinrí formála, en því er hvorutveggja sleppt hér.
73 Austurland, 7. árg., 6. tbl., 8. febrúar 1957, bls. 2: Ömefni í Neskaupstað,
3. Guðrúnarsteinn í Krossskálavík.