Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 42
48
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
og nú [1957] er nær 78 ára að aldri, að það sé rétt, sem hermt er í
sögunni, að krossinum hafi verið gefin föt eða klútar og hafi hann
verið skreyttur þeim og einnig muni hafa verið heitið á krossinn.
Og gerði einhver honum óvirðingu, átti hann víst að fá að gjalda
þess.
Einu sinni hafði maður átt að brjóta annan handlegginn af
Kristsmyndinni sem er á krossinum. Honum hefndist þannig fyrir
það að sama dag ári síðar handleggsbrotnaði hann.76
Stefán Sigurðsson, sem bjó í Fannardal á fyrstu áratugum síð-
ustu aldar og var hagleiksmaður sem margir afkomendur hans, átti
að hafa smíðað nýjan am á líkanið.77
70 Þessa sögu heyrði ég Guðmund Stefánsson oft segja. Hann sagði að maður-
inn (sem ég heyrði hann' aldrei nafngreina) hefði farið óvirðingarorðum
um krossinn og átrúnað á hann, rjálað við handlegg líkneskisins með þeim
afleiðingum sem Bjarni hermir. Það fylgdi sögu Guðmundar að handleggs-
brotin hefðu verið mjög áþekk, t. d. á samsvarandi han’dlegg.
77 Stefán Sigurðsson var fæddur á Skeggjastöðum á Jökuldal um 1762. For-
eldrar hans voru Sigurður Ögmundsson og kona hans Guðríður Runólfs-
dóttir prests á Skorrastað Hinrikssonar. Guðríður var seinni konu barn
séra Runólfs, heitin' eftir fyrri konu hans, Guðríði Eyjólfsdóttur frá Brunna-
stöðum á Vatnsleysuströnd, sem Runólfur hafði gengið að eiga þvert ofan
í bann æðstu yfirvalda hérlendra, einkum Beyers landfógeta, sem um leið
var „fullmektugur“ amtmanns. Beyer taldi Runólf heitbundinn danskri
þjónustustúlku sirtni á Bessastöðum en Guðríði heitbundna öðrum manni.
Um þetta varð mikill málarekstur sem Hannes Þorsteinsson þjóðskjala-
vörður hefur dregið mjög skilmerkilega saman í Ævum læröra manna (er í
handriti í Þjóðskjalasafni). Meðan á þessu stappi stóð kvað séra Runólfur
sem þá var prestur á Sandfelli í Öræfum:
Heimsins undur heyra má
lrér á Isafróni
ef brýtur hrygginn Beyer á
bóndason úr Lóni.
Runólfur var ættaður frá Hlíð í Lóni (sbr. Æ Au nr. 13067—8), og í mann-
talinu 1703 er hann sagður 17 ára og „lærir latínu“. — 1 tilefni fæðingar
fyrsta barns þeirra Sigurðar og Guðríðar á Skeggjastöðum var gefið út kon-
ungsbréf dags. 2. apríl 1762, þar sem þeim hjónum voru gefnar upp sektir
sem þau áttu að greiða samkvæmt Stóradómi, þar eð barnið hafði fæðst að-
eins 12 vikum eftir brúðkaup þeirra (Lovsamling for Island III, bls. 444—
445). Hefur slík barneign hjóna, sem ekki eru geistlegs stands, verið mein-
bugalaus á Islandi síðan. Pétur sýslumaður Þorsteinsson nagaði sig mjög í
handarbökin fyrir að hafa misst af innheimtu sakeyrisins, en sektin átti
samkvæmt stóradómi að nema 12 ríkisdölum; kýrverð á þessum tíma var
4 ríkisdalir (um málaleitan Péturs til að fá bætur fyrir að missa af sak-