Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 43

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 43
RÓÐUKROSSINN í FANNARDAL 49 Eiríkur Elísson, sem hreinsaði krossinn og bar á hann á sínum tíma, segir að greinilegt sé að annar armur Kristsmyndarinnar hafi brotnað af. Telur Eiríkur líklegt að Kristsmyndin sé úr eik og að hún sé hag- eyriiram er fjallað í rentukammerbréfi til stiftamtmanris 21. apríl 1764 (stiftamtmannssafn III, nr. 28) og í bréfi stiftamtmanns til rentukammers 14. maí 1764 (stiftamtmannssafn I, nr. 13, bréfabók), þar sem stiftamt- maður leggst gegn málaleitan Péturs; rentukammerið synjar málaleitan Péturs með brófi til hans 2. júní 1764 (bréfabók rentukammers 1763—1766, nr. 422; þar sést að Pétur hefur sótt um bæturnar 1. september 1763). 1 konungsbréfinu er Guðríður talin Sigurði „i andet led beslægtet" og þurftu þau því konungsleyfi til að eigast, en biðin eftir leyfinu olli of bráðri barn- eign. Ekki verður þó rakinn svo náinn holdlegur skyldleiki þeirra hjóna, enda þótt ættir þeirra séu nógu kunnar til þess, ef svo hefði verið, en Guð- ríður hafði áður verið gift systrungi Sigurðar (sbr. Æ Au nr. 7016 og 7029) og voru slíkar sifjar ærnir meinbugir á hjónabandi að lögum. Stóridómur (löggjöf um legorðsmál frá 2. júlí 1564, sjá Lovsamling for Island, I. bindi, bls. 84—89) og raunar einnig eldri hjúskaparlöggjöf leggur skyldleika og mægðir að jöfnu í hjúskapar- og skírlífismálum, sjá Ármann Snævarr: ís- lenzkar réttarreglur um tvenna lijúskapartálma frá siðaskiptum til vorra daga, Afmælisrit helgað Ólafi Lárussyni prófessor 25. febrúar 1955, bls. 1—20, einkum bls. 2 og 6. Stefán getur þó varla verið fyrsta barn þeirra Skeggjastaðahjóna, enda þótt liann sé fyrstur talinn í ættarbókum). — Stefán Sigurðsson er farinn að búa í Fannardal 1808 (tvö næstu ár á undan vantar sóknarmannatal í Skorrastaðarprestakalli), hafði áður búið á Barðsnesi, en þar eru rnörg börn hans fædd. Hann er síðast skráður í manntali í Fannardal 1833, en dó á Hólum 16. apríl 1838. Kona hans var Halldóra Sveinsdóttir í Viðfirði Bjarnasonar „hins sterka“, en móðir Halldóru var Ólöf Péturs- dóttir Eiríkssonar (Arnsted). Var Pétur prestur á Hofi í Vopnafirði, en kona Péturs var Halldóra Jónsdóttir prests að Hólmum Guttormssonar. Hefur Halldóra Sveinsdóttir vafalaust borið nafn ömmu sinnar. Hún var fædd í Sandvík um 1765, en dó á Hólum 11. apríl 1838. — Um Stefán í Fannardal segir á tveimur stöðum í Æ Au, að hann hafi verið „smiður góður og vel virtur en fremur ((heldur) fátækur“ (nr. 2731 og 7030), enda áttu þau hjón 10 börn sem komust til marins. Þessi ummæli koma vel heim við sóknarmanna- töl og styðjast e. t. v. við þau, en þar segir um Stefán 1808: „besti smiður, fátækur en bjargast", 1811: „góður smiður“, 1812; „besti smiður“, 1818: „fátækur, hagur vel“, og það ár eru sagðar í Fannardal „bækur nógar til lestrar á sunnu- og rúmhelgum dögum og daglega lesið“. Af Stefáni í Fannardal er að vonum mikill ættbogi kominn. Hinir gömlu norðfirðingar í uppvexti mínum áttu mjög margir ætt til hans að rekja, og nú hafa af- komendur hans raunar dreifst víða. Ég sem þessar línur rita og er rót- gróinn norðfirðingur að ætt get t. d. rakið ætt mína til Halldóru og Stefáns á þrjá vegu: Valgerður dóttir þeirra var langamma mín (móðir Stefáns Oddssonar, föðurföður míns) en Guðríður dóttir þeirra (kona Jóns Vilhjálms- soriar á Kirkjubóli) var langamma móður minnar (móðir Torfa Jónssonar 4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.