Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 51
RÓÐUKROSSINN I FANNARDAL
57
göngur sem fóru fram með viðhöfn á stórhátíðum og á messudegi
dýrlings hlutaðeigandi kirkju, stundum jafnvel þegar prestar fóru
með sakramenti að sjúkrabeði. Enn fremur voru svonefndir líka-
krossar notaðir við jarðarfarir. Er talið, að altariskrossar hafi oft
verið settir á stöng og bornir úti við ýmsar athafnir.84
Fannardalskrossinn er af þeirri stærð krossa sem hentar vel til
að vera yfir altari í lítilli kirkju eða jafnvel til að standa á altari.
Eins og lýst hefur verið hér að framan (bls. 25) hefur einhvern
tíma brotnað neðan af langálmu krossins og er því ekki fyrir það að
synja að krossmarkið hafi í öndverðu staðið á fæti þó að naglaförin
í krossfjölunum sýni að myndin hefur um langan aldur hangið á
vegg.
Án þess að hér verði frekar farið út í neina krossafræði að marki
skal hér að lokum drepið á tvo krossa sem tvímælalaust eru taldir ís-
lenskir að uppruna og minna um sumt á krossmarkið úr Fannardal
og á það ekki síst við um stærðina.
Ekki óáþekkur að stærð og Fannardalskrossinn, en talsvert frá-
brugðinn að gerð, er róðukross úr Álftamýrarkirkj u í Arnarfirði
(nr. 6552 í Þjóðminjasafni, kom í safnið 3. desember 1913). Matthías
Þórðarson lýsir honum svo í óprentaðri skrá Þjóðminjasafnsins:
„Róðukross útskorinn úr rekaviði, eintrjáningur; lengd langálm-
unnar 44 sm; handleggir áfastir við 2 greinar er ganga út frá lang-
álmunni á ská uppávið, og er 45° horn milli hennar og þeirra; lengd
þeirra að neðan er 25 sm og ná þær jafnhátt upp og langálman. Þær
og langálman eru ferstrendar, breidd langálmunnar er 7,7 sm og
þykkt 3,3 sm; greinarnar eru breiðastar inn við langálmuna, um
6 sm, en yst um 4,5 sm og eru útskornar yst, fyrir utan hendurnar;
vantar þó framanaf annarri nú. Kristsmyndin er luraleg og illa
skorin, mjög fornleg og að mestu leyti í rómönskum stíl. Klæði mikið
um lendar og niður á miðlæri. Fætur vantar nú niður frá mjóaleggj-
um en fótleggir eru samhliða og ekki lagðir annar yfir hinn. Andlit
horfir beint fram og augu virðast vera opin. Þyrnisveigur er um höf-
uð. Hár í reglulegum fellingum. Naglar eru skornir í höndum en
yfir úlnliði og mjóaleggi eru sem (útskorin) bönd er festi hendur og
fætur á krossinn. 1 brjóstið er skorinn kross (3,1 og 2,5 sm). —
84 Um framangreint er mest stuðst við fyrrtilvitnaða ritgerð Matthíasar
Þórðarsonar: Róðukrossar með rómanskri gerð, Árbók Hins íslenska forn-
leifafélags 1914, bls. 30, en einnig við ýmsar yngri alfræðibækur, ekki síst
Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder, einkum undir Kors,
Krucifix, Procession, Processionskors.