Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 64

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 64
70 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS elstu, eru allar greinilega húsaþiljur en annar miðaldaskurður er úr stoðum eða dyraumbúnaði að líkindum. Þessi fjöl frá Gaulverjabæ er þykkari en vænta má af þilviði en hitt ríður þó baggamuninn að lengdin og hinn einkennilegi bogni efri endi bendir eindregið til þess að hér sé ekki um þilvið að ræða. Fjölin virðist öllu fremur vera úr einhverju lausu húsgagni. Varla er um að ræða að hún sé úr borði og heldur ekki úr kistu eða skríni en öllu líklegra gæti talist að hún væri úr rúmbrík eða öllu heldur sæti, bekk eða stól. En áður en lengra er haldið þykir rétt að gera nánari grein fyrir aldri fjalarinnar. Skurðstíllinn á skrautverkinu er í rauninni auðþekktur við fyrstu sýn, Hringaríkisstíllinn sem alþekktur var einkum í vestanverðri Skandinavíu og Englandi á 11. öld. Hann er einkum þekktur af rúna- steinum og skartgripum og dregur nafn sitt af Hringaríki í Noregi þar sem finna má marga rúnasteina með þessu skrautmunstri. Er ekki þörf á að gera nánari grein fyrir þessum stíl hér; svo víða er búið að því og að því er tekur til Islands hefur Kristján Eldjárn gert það mjög rækilega, bæði í fyrmefndri grein um Flatatungu- fjalirnar í Acta Archaeologica og í kaflanum Norræn stílþróun á söguöld í Kuml og haugfé, 1956. Á þeim tíma er þær greinar voru ritaðar voru fjalirnar frá Flata- tungu eini þekkti tréskurðurinn í greinilegum Hringaríkisstíl en síðar hefur aðeins eitt dæmi komið auk þessarar fjalar nú, tveir blað- teinungar sem skornir eru á borð í einu víkingaskipanna sem grafin voru úr Hróarskeldufirði. Má því segja að hér sé ekki lítill fengur fyrir rannsóknir á skrautlist víkingaaldar þar sem er þessi nýi Gaulverjabæjarfundur og er vissulega óvænt að Island skuli leggja til nær allt sem þekkt er af tréskurði í Hringaríkisstíl. Hins vegar er stíllinn svo útbreiddur um Norðurlönd að mikið hlýtur að hafa verið til af útskurði í Hringaríkisstíl í öndverðu en það hefur ekki náð að varðveitast. Á þetta hefur verið bent fyrr, en rétt er að minna á það einu sinni enn. Þessir íslensku fjalastúfar sýna einmitt best örlög tréskurðarins. Hinir fornu húsaviðir og aðrar vænar spýtur hafa verið notaðar aftur og aftur við endursmíð húsa hér á landi, sagaðar niður og svo fúnað og smáeyðst eftir því sem þær voru oftar notaðar. Nokkrar smáspækjur eru eftir sem að öllu eðlilegu hefðu í rauninni löngu átt að vera farnar forgörðum einnig. Annars staðar á Norðurlöndum þurftu menn ekki að spara og gernýta timbrið eins og hér. Þeir gátu leyft sér að henda gömlum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.