Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Síða 67
HRINGARÍKISÚTSKURÐUR FRÁ GAULVERJABÆ
73
holm 1956). Telur hann að spýta sú sé af slíkri stólbrík, stólbrúða,
jafnvel frá 8. öld e. Kr., og dregur hann fram ýmis dæmi í ritinu um
stólbrúður með dýrshöfðum sem líkja má við þessa fjöl. Vísast nánar
til rits hans í þessu efni en minna má í þessu sambandi á bekkjar-
brúður frá Hemsedalskirkju í Noregi og frá Suntakskirkju í Sví-
þjóð, báðar frá miðöldum, rúm úr Ásubergsskipinu frá 9. öld og
mynd af Maríu mey úr Kellsbók hinni írsku frá 8. öld. Eru myndir
af hlutum þessum í bók Holmqvists en frá Islandi má benda á Grund-
arstólana frá því fyrir eða um miðja 16. öld og Draflastaðastólinn
sem er nokkru yngri, en þar eru dýrshöfuð á stólpum. Að vísu er
fyrirkomulagið þar annað en hér hefur væntanlega verið, enda
mikill mismunur í tíma.
Svo er talið að öndvegi hafi verið virðingarsætið á heimilinu og
þar sat húsbóndinn. Góða gesti leiddi hann til öndvegis síns. Beggja
vegna öndvegis stóðu öndvegissúlur sem skreyttar hafa verið út-
skurði ef marka má fornar frásagnir. Er ekki fjarri lagi að ætla að
útskorna fjölin frá Gaulverjabæ sé eins konar síðborin öndvegissúla,
að vísu ekki súlu í venj ulegri merkingu heldur brík sem skreytt hefur
verið eitthvað í líkingu við það sem hinar fornu öndvegissúlur hafa
verið. Um kirkjubekk gæti einnig verið að ræða en í rauninni er of
lítið varðveitt af hinni upphaflegu fjöl til þess að neitt sé hægt að
fullyrða um notkun hennar, þannig að taka verður þetta fremur sem
ágiskun en sem fullyrðingu.
Bóndinn sem hélt þessari fjöl til haga og þeir sem stuðluðu að því
að koma henni til Þjóðminjasafnsins eiga mikinn heiður skilið. Þar
með hefur merkilegur forngripur og mikilsverður hlutur fyrir rann-
sóknir á norrænni stílsögu náð að varðveitast.
SUMMARY
A new example of Ringerike style in Iceland.
In the autumn 1973 the farmer at Gaulverjabær in the South of Iceland
tore down an old turf building’, which originally was a byre, but later on used
as a sheep-cot. With a bulldozer he evened out the materials from the walls and
roof, such as turf, stone and pieces of useless wood from the rafters. He did not
notice anything unusual until in the spring 1974, when, looking around on the
spot where the house had stood, he discovered among the debris a piece of wood
with carved decorations on one side. In August he showed the plank to a group
of young archaeologists who happened to visit his farm. It was clear to them
that this was a find of considerable interest. The farmer asked them to hand the