Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 72
78
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
3. viynd. Teikning af hæsta Hvaleyrarsteininum, sennilega eftir Magnús
Grímsson, JS. 149, fol. Einungis efsti flötur steinsins er teiknaður
eins og á 2. mynd.
1 þriðja lagi virðist Jónas álíta að unnt sé að lesa með vissu úr
fangamörkum steinsins eiginleg nöfn eigenda þeirra. Jónas hefur á
veglegri teikningu af Flókasteini sínum sleppt ýmsu, bæði ártölum
og skrauti, eins og hann getur um með þessum orðum: „De mange
nyere Navne, som blot tjente til að vansire og forvirre Tegningen,
er med Flid udeladte."8 * * II
Nú víkur sögunni suður til Kaupmannahafnar þar sem Finnur
Magnússon prófessor hefur tekið við skýrslu Jónasar um Flóka-
8 Rit eftir Jónas Hallgrímsson III (1933) bls. 168 og 145, teikningin er á
bls. 169 án skýringartexta. 1 Ny kgl. Saml. 3296, 4to, kapsel 9, sem er
pappírar frá P. G. Thorsen, eru þrjár teikningar af hæsta Hvaleyrarstein-
inum:
I „Frumrit" 28X19 sm með dönskum skýringartexta eftir Jónas Hall-
grímsson (nú styrkt með lérefti). Eftir þessari teikningu
er mynd sú sem hér er prentuð en neðst í vinstra horni
hennar stendur með blýanti „Flókasteinn".
II Afrit 33X19 sm með íslenskum skýringartexta eftir Gunnar
Hallgrímsson. Textinn er þýðing á I nema eftirfarandi:
„teiknað þann 27 og 28 Júní 1841. af Gunnari Hallgríms-
syni enn af Jónasi Hallgrímssyni þann 25 og 26 sama
mánaðar". í vinstra horni neðst hefur Thorsen skrifað:
„Fra Jonas Hallgrimssons p. 25. Nov. 1842. Th.“.
III Afrit 27X17 sm með dönskum texta eins og I nema fyrirsögnin
er: „Den saakaldte Flókasteinn (Flokesten) ved Havne-
fjord (Hafnarfjörður) i Island". Pappírinn er hálfgagnsær.