Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Blaðsíða 76
82
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
að hann þekkir Flókasteinshugmynd hans og veit meira að segja að
Finnur á bæði uppdrátt og eftirrit af steininum. Magnús er því í
öllu háður hugmynd Jónasar Hallgrímssonar um frásögn af stein-
inum.
Magnús hefur lengi haldið tryggð við þessa hugmynd. Árið 1854
hlaut Magnús, fyrir milligöngu Jóns Sigurðssonar, styrk til forn-
fræðaferða um ísland frá ,,Det Kongelige Nordiske Oldskrift-Sel-
skab“. Þá gafst Magnúsi tækifæri til að ferðast um „íngólfurs land-
nám“ eins og hann orðar það í bréfi til C. C. Rafns. Segist Magnús
hafa komið „til ,Hvaleyri‘ hvor der efter min Mening, er den ældste
Runeindskription i Landet.“16 Þannig er hugdetta Jónasar orðin að
fastri hugmynd hjá Magnúsi Grímssyni.
Um afdrif þessarar hugmyndar um Hvaleyrarsteininn er ekki kunn-
ugt, en vera má að Jón Sigurðsson hafi átt þátt í því að koma Magn-
úsi niður á jörðina. 1 handritasafni Jóns er varðveitt allgóð blýants
teikning af hæsta Hvaleyrarsteininum, en henni hefur ekki verið
veitt athygli áður.17 Ekkert bendir til að teikningin sé eftir Jón
Sigurðsson sjálfan og ef litið er til þess sem hér hefur verið tilfæi’t
á undan er langsennilegast að Magnús hafi gert hana. Enginn skýr-
ingartexti fylgir teikningunni. Teikningin virðist einungis sýna efsta
flöt steinsins alveg eins og teikning Jónasar. Hún er miklu nákvæmari
um sumt og tilfærir ártölin á steininum. Hún er ekki áreiðanleg um
allt en erfitt er að gera þessu fullkomin skil þar sem áletranirnar
eru víða ógreinilegar og máðar. Teikningin er hér prentuð á bls. 78.
Kristian Kdlund getur Hvaleyrar í drögum að staðsögulýsingu
Islands. Segir hann að þar séu á nokkrum flötum klöppum „endel
latinske forbogstaver og árstallene 1628 og 1777, samt nogle binde-
runer og lignende." Segir Kálund að almennt sé haldið að verslunar-
menn, sjómenn og aðrir, sem leið hafi átt þar hjá, hafi gert risturn-
ar.18 Er Kálund hinn fyrsti sem talar berum orðum um og tilfærir
á prenti ártöl á Hvaleyrarsteinum. öðrum hefur þó ekki tekist að lesa
ártalið 1628 á steinunum og er það því sennilega misskilningur
Kálunds.
Sigurður Skúlason á greinargóða og sígilda lýsingu Hvaleyrar-
steina í riti sínu um sögu Hafnarfjarðar. Er hann hinn fyrsti sem
segir steinana með ristunum vera fjóra talsins. Áhugi Sigurðar
16 Ny kgl. Saml. 1599 IV, 2a fol. Majjnús Grímsson til C. C. Rafns 14. 11. 1854.
17 JS. 149, fol.
18 Kristian Kálund (1877) bls. 28. Ummæli í Kristian K&lund (1882) bls. 102.
um að Hvaleyrarristur séu ekki áhugaverðar eru fjarri sanni.