Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 80

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 80
86 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Sigurður minnist á tvo fyrri rannsakendur, þá Jónas Hallgrímsson og Áma Helgason. Telur Sigurður réttilega tilgátur Jónasar um aldur og uppruna markanna á hæsta steininum mjög fjarri sanni. Þó hafi Jónas haft rétt fyrir sér í því að rúnateiknin séu eldri en bókstaf- irnir og ártölin á steininum. Fremur er Sigurði í nöp við notkun Árna Helgasonar á orðinu „nöfn“ um fangamörk á steininum.21 Rétt er í því sambandi að minnast þess að fangamörk voru áður fyrr notuð í stað nafnsundirskriftar, ekki síst af lítt læsum eða pennavönum mönnum, svo að orðalag séra Árna þarf ekki að vera mjög undar- legt. Þá telur Sigurður það ,,vafalaust“ að útlendingar, sjómenn og kaupsýslumenn, hafi gert sumar risturnar, en ekkert sé því til fyrir- stöðu að íslendingar hafi gert einhverjar þeirra.22 Er þó sönnu nær að ekkert er vafalaust í þessu efni. Loks álítur Sigurður rétt að tímasetja ristumar til 17. og 18. aldar og ef til vill til 16. aldar. Anders Bæksted ritar um Hvaleyrarristur í verk sitt um íslenskar rúnaristur. Fremur lítið er á lýsingu hans að græða þótt ágæt rita- skrá fylgi. Telur hann risturnar vera frá 17. og 18. öld.23 Með Jónasi Hallgrímssyni hefjast rannsóknir Hvaleyrarrista árið 1841. Áhuginn er þá einkum bundinn við teikn lík rúnum, að öðrum ristum er lítt hugað. Blendingur sagna úr samtíðinni, heit þjóðernis- rómantísk trú á fornritin ásamt frjóu ímyndunarafli móta einkum viðhorfin fram eftir 19. öldinni. Með Kálund á síðari hluta aldar- innar er ártölunum á steinunum loks veitt nokkur athygli og striki slegið yfir fyrri grillur um risturnar. Þegar Sigurður Skúlason ritar lýsingu sína á Hvaleyrarsteinum beinist öll athyglin að ártölum rist- anna, að öðrum ristum er lítt hugað. Sigurður álítur risturnar eink- um frá 17. og 18. öld sem og Bæksted sem minnist á risturnar í riti útgefnu 1942. 3. Um íslensk mörk og fangamörk og menningarsögulegt gildi Hvaleyrarrista. Af rannsóknarsögu varð ljóst að menn hafa nokkuð einhliða at- hugað tvenns konar teikn á Hvaleyrarsteininum. Teikn steinanna má vissulega greina í ártöl og teikn lík rúnum (varla umsvifalaust „bandrúnir") og önnur teikn og skraut. En algjör aðgreining ártala og marka verður rannsakendum að fótakefli þegar til túlkunar kemur. 21 Sigurður Skúlason (1933) bls. 28. 22 Sigurður Skúlason (1933) bls. 29. 23 Anders Bæksted (1942) bls. 21 og bls. 80—81.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.