Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Blaðsíða 82
88
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Samanburðarefni við Hvaleyrarheimildina er sennilega mikið að
vöxtum þótt enn sé það lítið rannsakað. Árni Magnússon, Finnur
Magnússon og Jón Sigurðsson söfnuðu allir eða rituðu um íslensk
fangamörk. Ámi Magnússon safnaði mörkum úr íslenskum innsigl-
um andlegra og veraldlegra manna.20 Finnur Magnússon veitti eink-
um athygli og safnaði mörkum af fornminjum og bergi á Islandi.27
Jón Sigurðsson safnaði miklu safni marka af íslenskum innsiglum.
Ennfremur skrifaði Jón ritgerð, sem hann sendi til Homeyers pró-
fessors í Berlín, og heitir hún í uppkasti „Um mark, fángamark
(búmerki) á íslandi“. Þessi ritgerð er ef til vill með því greinar-
besta sem ritað hefur verið um íslensk innsigli, og fylgja menningar-
sögulegar athugasemdir um mörk og fangamörk.28 Þegar Homeyer
ritaði bók sína um „Die Haus- und Hofmarken“ tók hann einnig með
íslenskt efni og styðst um það nær eingöngu við úrvinnslu þeirra
Finns og Jóns.
Búmerki eru þekkt frá fyrri tíma víða úr Norðurálfu, og jafnvel
frá vorum dögum í Dölum Svíþjóðar.20 Þau voru hin mikilvægustu
áður fyrr meðan menn kunnu almennt ekki að lesa eða skrifa. Þýð-
ing þeirra hefur sennilega minnkað með undanhaldi ólæsis en engu
að síður má gera ráð fyrir nokkurri íhaldssemi í notkun þeirra og
svipmóti.
Prestar og embættismenn og embættisaðall kunnu vafalaust að
lesa og skrifa á íslandi fyrrum og vel má vera að meðal landeigenda
hafi lestrar- og skriftarkunnátta verið venjuleg. Leiglendingar og
vinnufólk, sem var allur þorri þjóðarinnar, þurftu hins vegar alls
ekki að kunna að lesa og skrifa til að stunda störf sín. Þessu fólki
var þó skylt að kunna og virða búfjár- og fangamörk.
Samkvæmt Jónsbók fóru allir leigusamningar á jörðum fram
munnlega með tveimur vitnum en árið 1705 kvað konungleg tilskipan
á um að jarðir skyldi leigja með skriflegum samningi og skriflegar
26 Ljósprentuð í Sigilla Islandica I—II (1965—67).
27 1 Antiqvariske Annaler IV (1827) bls. 357—64 hefur Finnur Magnússon
gert drög að skrá yfir þá staði þar sem búmerki er að finna höggvin í
berg á íslandi. 1 Ny kgl. Saml. 3296, 4to, kapsel 9, eru tvö fangamarkasöfn,
annað úr Sönghelli á Snæfellsnesi eftir séra Ásgrím Vigfússon, og hitt af
kirkjuhurð á Hofi í Vopnafirði líklega eftir séra Guttorm Þorsteinsson;
þessi söfn virðast komin frá íslensku prestaskýrslunum frá fyrri hluta 19.
aldar um fornleifar. Finn Magnusen (1841) bls. 182—83.
28 JS. 496, 4to. Þar er bæði búmerkjasafn og ritgerðaruppkast Jóns.
29 C. G. Homeyer (1870). Mats Rehnberg (1938). Mats Rehnberg (1948).