Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Síða 91
ÁRNI MAGNÚSSON OG MANNTALIÐ 1703
97
qvinder og piger, in summa ingen undtagen, store og smaa, unge
og gamle, som i det helle land findes, hvorved dend store mengde af
fattige ved hver sted noie skal observeris og beskrifves. Dette mand-
tall skulle de om mueligt beverbe dennem om at faa ferdig, at det
kand sendes ud ad aare“ (Arne Magnusson: Embedsskrivelser ...
Kbh. 1916, bls. 16).
Við samanburð á greinunum um manntal í erindisbréfinu og upp-
kastinu kemur fram töluverður skoðanamunur á tilgangi manntals-
ins. Erindisbréfið er í anda fyrri manntala á Norðurlöndum, er
nánast voru skattbændatöl eða stundum í sambandi við herkvaðn-
ingu, en í hvorugu tilvikinu var ætlast til að það tæki til allra né
deili sögð á hverjum og einum. 1 annan stað skal svo kasta tölu á
innan- og utansveitar betlara og rannsaka fyrirfram gerðar hug-
myndir um orsakir betlsins. Uppkastið leggur ríka áherslu á að
manntalið nái til allra landsins barna og sögð séu deili á hverju þeirra
með nafni, aldri, stöðu og heimili. Ennfremur er það algerlega hlut-
laust og gerir sýnilega ráð fyrir að niðurstaðan af svo fullkomnu
manntali ásamt jarðabókinni leiði í Ijós orsakir verðgangsins.
Andinn í 10. gr. uppkastsins er þesslegur að hún gæti verið runnin
undan rifjum Áma Magnússonar og til þess sama bendir eindregið
að bréfið, sem nefndarmenn senda sýslumönnum um framkvæmd
manntalsins, fer í einu og öllu eftir uppkastinu en ekki erindisbréfinu
eins og Þorsteinn Þorsteinsson benti á (Manntal á Islandi árið 1703,
bls. VIII). Um framkvæmd manntalsins segir hann: „Ekki er vitað,
hvaða aðferð hefur verið notuð við töku manntalsins, og líklega
hefur hún ekki verið hin sama allsstaðar. Sumsstaðar virðist svo
sem hreppstjórarnir hafi farið um hreppinn og skrifað fólkið á
hverjum bæ, en annars staðar munu þeir hafa stefnt bændum |til
sín til þess að láta í té þær upplýsingar, sem óskað var eftir.
Manntalinu af öllu landinu hefur verið skilað til nefndarmanna
á alþingi sumarið 1703, og hefur það síðan verið sent til stjórnar-
innar í Kaupmannahöfn. En ekkert virðist hafa verið gert við það
þar fyrr en 75 árum síðar, ...“ (bls. IX).
Sennilega ályktar Þorsteinn Þorsteinsson af niðurlagi 10. gr. upp-
kastsins að manntalið hafi þegar í stað verið sent stjórninni áður en
nefndarmenn höfðu gert sér nokkra grein fyrir útkomunni úr því.
Má segja að það fái stuðning af því að í engum varðveittum heim-
ildum geta hvorki Árni né Páll um niðurstöðu manntalsins. Það að
í uppkastinu eru því gerðir skór að það verði sent til Hafnar „ad
aare“ segir ekki mikið um reyndina þó það hafi verið upphafleg
7