Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Blaðsíða 99
HÖRÐUR ÁGÚSTSSON
ÖNDVEGISSÚLUR í EYJAFIRÐI
I
Grein þessi er eiginlega um hugmynd, nánar tiltekið hugdettu,
eins og það er kallað. Það lítur sjálfsagt ekki vel út í fræðiriti. En
eru ekki, þegar öllu er á botninn hvolft, hugmyndir, hugsæi, afl þeirra
hluta sem gera skal, í vísindum jafnt sem listum? Hitt er ljóst að
hugmynd, hversu snjöll sem kann að sýnast í fyrstu, verður að sann-
reynast í hlutveruleikanum; ella gæti hún orðið hættuleg. Ekki hug-
myndin sem slík, heldur sú afstaða að sannreyna hana ekki. Hér er
ég í aðra röndina að skýra út eða jafnvel afsaka þá ákvörðun að
birta þessar hugleiðingar um öndvegissúlur í Eyjafirði. Sannleik-
urinn er sá að mér fannst skýringarhugmynd mín á þessum súlum
ansi snjöll fyrir u. þ. b. 15 árum, í upphafi fræðaferils. Hinsvegar
er ég ekki alveg eins viss í minni sök nú, síst eftir langa skólagöngu
hjá þeim ágætu kennurum, Kristjáni Eldjárn, Lúðvík Kristjánssyni
og Magnúsi Má Lárussyni. Hugdetta mín er í stuttu máli þessi:
Eg sat sem oftar með ferðabók Eggerts og Bjarna. Þar kemur í
frásögn þeirra félaga að þeim eru sýndar öndvegissúlur á tveim bæj-
um í Eyjafirði og Eggert lýsir þeim vandlega. Það undarlega við
útlistan Eggerts var að hún kom mér ekkert á óvart, mér fannst
ég kannast við þessa gripi. Hvernig gat staðið á því? Var hér um
forlífsminni að ræða, eins og guðspekin kennir, eða hafði ég raun-
verulega litið súlur þessar eða aðrar þeim skyldar? Úr þessu varð
ég að fá skorið. Hugdettuna varð að sannprófa í veruleik hinnar
frægu raunhyggju. Eins og hver annar skýjaglópur óttaðist ég auð-
vitað að skýringarhugmynd mín þyldi ekki hnjask raunhyggjunnar
og hikaði því við í lengstu lög að sinna henni. Þar kom þó að ég lét
slag standa, og hér er árangurinn.
II
Frá því segir á einum stað í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna
Pálssonar að þeim félögum hafi verið sýndar öndvegissúlur á tveim