Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Side 110
116
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
vitum við að stöplarnir 1 Þingeyarklausturskirkju, þeirri er Lauritz
Gottrup lét reisa, Péturskirkju og Halldórukirkju á Hólum voru
sívalir. Stöplar norsku stafkirknanna eru eins og kunnugt er ávallt
með þessu lagi.
Nú væri forvitnilegt að vita hvort unnt reyndist að hafa uppi á
hæð stöplanna í íslensku útbrotakirkjunni.
Hæð framkirkjunnar í Laufási, sem reist er árið 1631, er 9y4 ís-
lensk alin eða 5,27 m.19 Því miður er stöplahæðin ekki gefin en hún
getur ekki verið minni en hálf hæðin. Samkvæmt athugunum, sem ég
hef gert, liggur innstöplahæð íslensku útbrotakirknanna nálægt
stærra gullinsniðs-hlutfallinu af allri hæðinni. 1 Laufáskirkju ættu
því innstöplar framkirkjunnar að vera um 3,20 m. Hæð Munka-
þverárkirkju er næsta lík eða 9 al. og 2,5 kvartil.20 Þar er sömu sögu
að segja, stöplahæðin er ekki gefin, en eftir fyrrnefndum líkindareikn-
ingi ætti hún að vera kringum 3,25 m. Hér er því við að bæta að
hvorug þessara kirkna er sérlega gömul á miðri 18. öld. önnur þeirra,
sú á Munkaþverá, er nánast nýreist stuttu eftir 1706, hin er rúm-
lega hundrað ára. Hinsvegar vitum við með vissu að kirkja sú, sem
Magnús Ólafsson tók ofan í Laufási árið 1631, var mun stærri. Eg
hef leitt líkur að því í óprentaðri ritgerð að innstöplar þeirrar kirkju
hafi verið í kringum 4 m. Um gerð, lögun og stærð klausturkirkj-
unnar, sem stóð á Munkaþverá fyrir 1706, vitum við nánast ekkert.
Ef að líkum lætur hefur hún áreiðanlega ekki verið minni en sókn-
arkirkjan í Laufási. Því til frekara stuðnings má geta þess að hæð
innstöpla klausturkirkjunnar á Þingeyrum er kunn. 1 skoðunargerð
árið 1684 stendur skrifað að hún sé 4,80 og er nákvæmlega stærra
gullinsniðshlutfallið af allri hæðinni.21
VI
I framhaldi af þessari lauslegu könnun á hæð innstöpla í eyfirskum
útbrotakirkjum væri forvitnilegt að kanna hvort unnt væri að áætla
hæð „öndvegissúlnanna" með einhverjum líkum. Nú vill svo til að
allítarlegar úttektir er að finna af jörðum Munkaþverárklausturs allt
aftur fyrir miðja 18. öld. Það er því engin goðgá að reyna að teikna
upp hlaðsýn á meðalbæ í Fram-Eyjafirði á 18. öld eða fyrri hluta
þeirrar 19. Það eru t. d. allgóðar skoðunargerðir til af Stórhamri frá
þessum tíma.22 Að vísu kemur fram fyrr í þessu máli að tæpast er
ætlandi að „öndvegissúlur" Eggerts hafi staðið við bæjardyrnar á