Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Side 111
ÖNDVEGISSÚLUR f EYJAFIRÐI
117
Stórhamri, en það sakar ekki að skyggnast um gáttir þar í því sam-
bandi sem hér er um að ræða.
Aldrei er „öndvegissúlna" getið í úttektum Stórhamars. Annað
eins hefur farið fram hjá skoðunarmönnum fyrr og síðar. Hitt er
Ijóst að á þeim bæ eru ekki stórar útidyr. Það er skemmst af því að
segja að til eru úttektir af Stórhamri frá árunum 1722, 1730, 1735,
1744, 1795 og 1824. Til þess að ná fram hlaðsýn af honum nægir að
athuga hver séu frambæjarhús. Árið 1795 virðist þar vera stofa, bæj-
ardyr, skáli og skemma eða geymsluhús. Ekki er að sjá annað en sú
húsaskipan sé óbreytt árið 1824. Mál eru ekki gefin fyrr en í síðustu
úttekt og reyndar ekki á öllum húsum t. d. á bæjardyrum. Fyrir
þann tíma er stærð gefin með því að tína til stafgólfatölu. Með því að
bera saman fjölda stafa og bita í úttektinni frá 1824 við stafgólfa-
tölu fyrir þann tíma má nokkuð marka hvort stærð bæjarhúsa hafi
breyst. Dæmi: Árið 1795 er baðstofa sögð 4 stafgólf. Árið 1824 er
baðstofan með 10 stöfum, 5 bitum og 5 sperrum, þ. e. a. s. 4 stafgólf.
Ég mun því leggja úttektina frá 1824 til grundvallar þeirri teikn-
ingu, sem hér birtist af hlaðsýn Stórhamars, vegna þess að mál fylgja.
Allnokkur tíðindi eru það á þessum tíma að finnast skuli stofa
með timburstafni á jörð sem er bóndabýli en ekki t. d. prests-
setur. Stofan er þó nýleg. Hennar er getið 1795 en árið 1744 er
engin stofa á Stórhamri. Árið 1824 er hún 7X5 álnir eða
3,99X2,85 m. Hæð er ekki gefin en samkvæmt fornri venju má
áætla hana jafna breiddinni. Skálinn er 9X4 álnir eða 5,13X2,28 m.
Sama er að segja um skálahæðina. Greinilega er fram tekið að skáli
sé sunnan-megin bæjardyra en stofan norðan. Sé miðað við að bæjar-
hús á Stórhamri hafi snúið í vestur, sem eðlilegt verður að teljast,
þá er stofan á vinstri hönd en skálinn á þá hægri. Eg geri ráð fyrir
að skálinn snúi samhliða hlaði, eins og alls staðar tíðkaðist á þessum
tíma, og húsið opið inn í bæjardyr líkt og sjá má enn þann dag í dag
á Keldum á Rangárvöllum. 1 úttektinni frá 1824 er reyndar tekið
fram að skálinn hafi þil neðan bita. Bjórþilið eða þríhyrnan ofan bita
er óþiljuð, þ. e. a. s. opin. Skálinn hlýtur því að snúa inn að bæjar-
dyrum en ekki fram á hlað. Húsið gæti ekki staðið upp á gátt fyrir
veðrum og vindum. Engin mál eru gefin í úttektunum á bæjardyr-
unum, þær eru einungis sagðar þrjú stafgólf, með sperruþaki. Hægt
er þó að geta sér til með nokkurri vissu um stærð þeirra vegna þess
að gefin eru upp mál á nokkrum bæjardyrum í grenndinni. 1 Hvassa-
felli eru bæjardyr árið 1824 5% alin á lengd og 3 á breidd.23 1 Gröf í