Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 116
122
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
11. mynd. Teiltning af altarissúlum Hóladómkirkju. Teikn.: Garöar Halldórsson,
Ingimundur Sveinsson.
slíkir altarisstöplar standa enn þann dag í dag í Hóladómkirkju (sjá
11. mynd). Þeir eru að vísu ekki með því vindreimarlagi, sem séra
Einar nefnir svo, en ekki þarf langt að leita til að finna þá gerð
einnig. Árið 1916 bárust Þjóðminjasafninu ýmsir gripir úr Hólma-
kirkju í Reyðarfirði sem rifin var um 1913.30 Meðal þeirra voru svo-
nefndar altarissúlur, samstætt par snúinna stöpla, 201,5 sm á hæð
og 11 sm í þvermál, efst og neðst sívalar með tilheyrandi strikum,
brúnar að lit (Þjms. 7529). Þeim fylgdu ferhyrndir fætur 20 sm í
þvermál og 13 sm háir og ofan á þeim haus 15 sm í þvermál og 8 að
hæð (12. mynd). Auk þess renndir hausar eða toppar tveir ofan af
sjálfum súlunum, 15 sm í þvermál þar sem þeir eru gildastir og
35,5 sm á hæð með sama lit og súlurnar. Ofan á súlunum er tappi
sem gengur upp í hausana en súlurnar sitja í sætum á fótum áður-
nefndum. Samanlögð hæð þeirra er þá 13 + 8 +201,5 + 35,5 =258 sm.
Ekki þarf lengi að leita í kirkjustól Hólma til þess að fá upplýsingar
um súlur þessar. Árið 1706 er Jón biskup Vídalín að vísitera kirkjuna
og lætur rita m. a. í bók sína: „Tveir stólpar með forgylltum knöpp-
um ofan á, sinn hvoru megin altaris, gefnir af kaupmanninum
Monsr Niels Hendriekssyni".37 Eftir þetta er súlnanna oft getið í
vísitasíum en árið 1851 eru þær teknar úr sínu forna lægi og settar