Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Side 118

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Side 118
124 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS „við innganginn í kórinn“ í hinni nýreistu timburkirkju og „standa þær nú á ferhyrndum fæti uppdregnum og eru tappaðar upp í bitann, en hausinn af þeim er skilinn frá og settur ofan á bitann.“38 Tekið er fram hjá Gísla biskupi að kór Möðruvallakirkju var „uppbyggður af lögmanninum M. Magnúsi Björnssyni Anno 1625.“39 Gera verður ráð fyrir, að gangur mála hafi verið sá að lögmaður nýtir eftir landsvenju það úr gamla kórnum, sem nýtanlegt var, og bætir við nýju efni þar sem þess var þörf. Ekki er ætlandi, að hann hafi breytt byggingarlaginu neitt að ráði, né hlutföllum. Hinsvegar hefur hann eins og allir höfðingjar, sem mikið áttu undir sér, reynt að tolla í tískunni að svo miklu leyti sem hið rígskorðaða íslenska lénsveldi leyfði. Helst var hægt að koma nýjum stílstefnum að í inventari eins og dæmin sanna. 1 altaristöflum, prédikunarstólum, bekkjarbríkum, hefðarsætum o. fl. Ekki verður betur séð en altarisstafir lögmanns- ins séu gerðir eftir forsögn þeirrar liststefnu sem hæst bar í Evrópu um það leyti er kórinn á Möðruvöllum er reistur, barokstílsins. Undna súlan er þar fastur stílliður. Hvað á að segja um þá spaugilegu staðreynd að uppundinn barok- stöpull frá öndverðri 17. öld er orðinn að öndvegissúlu rúmri öld síð- ar? Getur það hugsast? Hvað gæti þessi vindreim annað verið, með þann bakgrunn í huga sem hér hefur verið brugðið upp. Til- hneigingin til að ættfæra torkennilega hluti til fornaldar hefur alltaf verið sterk, er sjálfsagt einnig eldri en menn gera sér ljóst. Árátta þessi verður m. a. að skoðast í Ijósi ástar og mikils lestrar á ís- lenskum fornsögum. Hún sýnir okkur einnig hversu stopult það getur reynst að treysta á minni blessaðrar alþýðunnar. Það þarf reyndar ekki alþýðu til. Sjálfur Brynjólfur biskup Sveinsson telur t. d. að hurðarhringurinn á Helgafellskirkju hafi legið „á pöllum goða að Hofstöðum er þeir sóru sinn embættiseið etc.“40 Páll lög- maður Vídalín er heldur ekki í neinum vafa um hver sé höfundur skálanna á Hrafnagili, Silfrastöðum, Auðkúlu, Ljárskógum og Val- þjófsstað. Það er auðvitað enginn annar en Þórður hreða.41 Sjálf kirkjuhurðin á Valþjófsstað hefur til skamms tíma einnig verið talin verk sama höfundar. Enn þann dag í dag hittir maður góða kunningja á förnum vegi sem neita því með þjósti nokkrum að hurð- in sú arna hafi nokkurn tíma fyrir kirkjudyr komið, enda þótt búið sé að sanna það fyrir löngu að þar hafi hún verið frá upphafi.42 Hér er því við að bæta til gamans að á einum stað í þeim hafsjó út- tekta, sem ég hef lesið, er getið „öndvegissúlna". Brynjólfur biskup Sveinsson keypti á sínum tíma slatta af jörðum í Vopnafirði. I einni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.