Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Side 119
ÖNDVEGISSÚLUR í EYJAFIRÐI
125
af bréfabókum hans má lesa þessa klausu um anddyrið á Ytri-Nýpum:
„Anddyr með 5 stöfum, tveim öndvegissúlum, tveimur syllum, tveim-
um sperrum"43 etc. Því er þá við að bæta að á Hofi í Vopnafirði stóð
um aldir útbrotakirkja af timbri.
X
Hvert hefur þá sú hugmynd eða hugdetta sem sagt var frá í upphafi
þessa máls borið okkur? Leiddar hafa verið sterkar líkur að því, að
fyrir augu Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar hafi borið forna
innstöpia úr íslenskri miðalda útbrotakirkju. Sé hér rétt ályktað
sýnir þetta eina dæmi ásamt mörgum öðrum, sem ekki gefst kostur
á nú að færa fram í dagsljósið, að íslenskar útbrotakirkjur hafa verið
á einhvern veg líkt í stakk búnar og norsku stafkirkjurnar. Þegar
þær síðustu þessara kirkna féllu fyrir sakir hrörnunar um aldamótin
1700 fara leifarnar úr þeim á verðgang, einkum þó þær sem voru með
einhverri listasmíð. Slitnar úr samhengi við upphaf sitt hafa þær
verkað örvandi á hugmyndaflug alþýðu og að vanda setur hún þessa
torkennilegu hluti í samband við þá glæstu fortíð er Islendingasögur
bregða upp í hug hennar. Áður en nokkur veit eru þessi brotabrot
orðin að öndvegissúlum og skálaþiljum úr heiðni og um höfund verk-
anna þarf aldrei neinn að velkjast í vafa: Það er sjálfur kappinn
Þórður hreða. Með þessu gamla góssi flýtur svo annað nýrra, eins og
uppundnar barroksúlur, tískugripir á meginlandinu en öndvegissúlur
á Islandi. Það er etv. skemmtilegasta og um leið ömurlegasta dæmið
um einangrun íslands á hallæristímum 18. aldar.
TILVITNANIR 1 HEIMILDIR
1 Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar um ferðir þeirra á Is-
landi árin 1752—1757 II. Rvík 1943, bls. 52—53.
I frumútgáfu heitir verkið: „Vice-Lavmand Eggert Olafsens og Land-
Physici Biarne Povelsens Reise igiennem Island, foranstaltet af Viden-
skabernes Sælskab i Kiobenhavn, og beskreven af forbemeldte Eggert
Olafsen, med dertil horende 51 Kobberstokker og et nyt forfærdiget Kart
over Island."
1 frumútgáfunni hljóðar sá tilvitnaði texti svo: „Paa 2 Gaarde bleve os viiste
0ndvegs-Suler eller Iloisædes-Stotter, som en rar Levning af Alderdom-
men. Man bruger disse Stotter, saavidt os er bekiendt, paa intet andet
Sted i Island. De bestaae af 2de Stolper, som staae paa begge Sider af Ind-
gangen til Bæen eller Gaarden; de blive smallere og smallere op ad, og