Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Síða 123
HANNESPÉTURSSON
LESANDABRÉF
i.
örnefni á hreyfingu.
íslendingar eiga sér margar ráðgátur í þj óðarsögunni til umhugs-
unar, og það er gott. Nokkrar verða líklega seint leystar eða alls ekki,
til að mynda sú, hver ritað hafi bókina um Brennu-Njál, en þeir
hörðu hnútar sem fortíðin hefur reyrt að öðrum gátum munu smám
saman rakna, og er svo um dul sem hvílt hefur yfir þúfnastykki því
eða grónu tóttum sem menn nefna Hraunþúfuklaustur í Vesturdal.
1 síðustu Árbók fornleifafélagsins er mjög skipuleg og glögg skýrsla
um þennan stað, tekin saman af ritstjóranum Kristjáni Eldjárn.
Ég sem skrifa þessar bréflínur hef ekki komið í Vesturdal framar
en að Þorljótsstöðum. Þá er spordrjúgur spölur eftir fram í Hraun-
þúfuklaustur eða Klaustur eins og sagt er til styttingar (og ýmist
í eintölu eða fleirtölu). Hið innilukta pláss hef ég orðið að sjá í hill-
ingum andans líkt og margur annar, en þykist hafa lesið flest ef ekki
allt sem prentað stendur um það.
Hugmynd Margeirs Jónssonar á Ögmundarstöðum, að nafngiftin
Klaustur vísi upphaflega til hinnar grösugu fj allakverkar þar sem
er að finna áðurnefnd aurmál, hefur mér jafnan þótt vel til fundin,
en hygg að hún hafi borið nafnið fullt: Hraunþúfuklaustur, og kem
að því síðar. Margeir sá í könnunarferð, hversu dalfjöllin girða
plássið af, loka því frá umheiminum. Nú er tvennt til: að nafngef-
andinn hafi annaðhvort líkt þeim við vegg-garða umhverfis klaustur
eða við sjálfa útveggi þess og er það trúlegra, því óvíst mun vera að
fyrri líkingin skírskoti til íslenzkra aðstæðna, eða voru helgir steinar
á Islandi innan vegg-garða?
Ritstjóri Árbókar telur nafnskýringu Margeirs Jónssonar ekki út
í hött, en hallast þó í og með að þeirri skoðun er hann hafði áður sett
fram, að orðið klaustur um þennan stað hafi hrokkið af munni fjár-
leitarmanna í gamanskyni, þar hafi þeir fundið hversu fjarri þeir
sátu meyjarfaðmi. Þetta er smellin uppástunga, samt þykir mér hin
9