Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Blaðsíða 125

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Blaðsíða 125
LESANDABRÉF 131 Saraa sagan virðist hér hafa gerzt nokkru utar í héraðinu. Álfgeir hét maður og nam land „um Álfgeirsvöllu“ segir í Landnámu. Það byggðarheiti er í fyrnsku fallið. 1 óprentaðri ömefnalýsingu Álf- geirsvalla telur Margeir Jónsson að það vísi til sveitarinnar sem nú heitir Efribyggð. Svo er að skilja á óljósri frásögn Landnámu, að Álfgeir hafi numið stærra svæði en Efribyggð, eða land allt að Sæ- mundará og niður þaðan fyrir sunnan Langholt og þá líklega að Jökulsá (Héraðsvötnum) sem að fornu, a. m. k. á Sturlungaöld, í'ann út Vallhólm vestanverðan, en suðurmörk á landnámi hans eru sögð við Mælifellsá, og gætu þau hafa fylgt henni allt ofan til Svartár, Álfgeir hafi því einnig numið Neðribyggð. Ólafur Lárusson (Land- nám í Skagafirði) álítur byggðarheitið Álfgeirsvelli sprottið af mis- gáningi skrásetjara, það hafi aldrei þekkzt, því ekki hagi svo til í landnámi Álfgeirs að þar verði talað um velli að almennri málvenju; muni skrásetjari hér hafa misskilið heimild sína og dregið of víð- tæka ályktun af bæjarnafninu Álfgeirsvellir, en Landnáma segir að Álfgeir hafi búið á Álfgeirsvöllum. Sé bæjamafnið talið eðlilegt, hlýtur það að skírskota til staðhátta nærlendis (svo lágkúrulegt er nafnið tæpast að það vísi til skáka í túni!), en þar eru ekki vellir í nútíðarskilningi. Af þessari ástæðu er vant að sjá, hvers vegna bæj- arheitið ætti að vera réttnefni fremur en byggðarheitið. Nærtækt er að ætla að byggðarheitið forna lifi í nafni staðarins þar sem Álfgeir húsaði bæ sinn, hann hafi verið samnefndur landnámi hans ellegar að heiti þess, og er það miklu sennilegra, hafi færzt yfir á hann af sömu orsök og gilda mætti um þá Goðdali sem nú eru. Álf- geirsvellir voru höfuðból um aldir og er talið að þar væri kirkja í kaþólskum sið, þeir urðu því miðstaður í landnáminu. Eitt byggðarheiti í Skagafirði hefur visnað til hálfs en ekki fulls líkt og Goðdalir og Álfgeirsvellir, það er SæmundarhlíS. Langt fram eftir öldurn náði hún til sjávar við Sauðárkrók og voru norðurmörk hennar Gönguskarðsá; talað var um Sauðá í Sæmundarhlíð, og eyði- býli þar út og upp heitir enn Hlíðarendi. Nú á tímum vísar örnefnið ekki lengra en út á móts við Reynistað, Sæmundarhlíð hefur stytzt því sem næst um helming. Nafnhnikun gagnstæð þessari, þ. e. að merkingarsvið örnefnis víkki, er einnig kunn í Skagafirði. Tindastóll hét að fornu og lengi síðan Eilífsfjall, eftir Eilífi emi landnámsmanni segir sagan. Norð- an í fjallinu gnæfa rismiklir bergtindar, og hefur þar án efa heitið Tindastóll frá upphafi. Mikilleitir fjallsendar og gnúpar eru sums
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.