Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Síða 126
132
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
staðar nefndir stólar. Þannig heitir Stóll yzt í fjallgarðinum milli
Skíðadals og Svarfaðardals. Mun mega finna hliðstæður víða á
germanska málsvæðinu, a. m. k. þekkjast suður um Þýzkaland nafn-
giftir af þessu tæi; Königstuhl (hásæti) heitir t. d. í fjöllunum ofar
Rínarsléttu, fræg sjónarhæð. Stóllinn nyrzt í Eilífsf jalli hefur þótt
svo einkennilegur að nafn hans, lengi vel aðeins eitt örnefni af f jölda-
mörgum í fjallinu, hefur sótt á jafnt og þétt þegar aldir runnu,
unz það hafði bolað burt sjálfu heildarheitinu og lagt undir sig alla
hina miklu tignarborg. Eins mun þessu farið um Mælifellshnjúlc.
Hann hét að fornu Mælifell og í því eru þó nokkur ömefni. Háfjallið,
tindurinn, hefur heitið Mælifellshnjúkur. Hann má greina úr ellefu
sýslum að sagt er, hann var eyktamark í byggð en leiðarmark á há-
lendinu, og sums staðar nærsveitis sést ekki af fjallinu annað og
meira en hann, jafnvel ekki frá sjálfum kirkjustaðnum sem dregur
nafn af Mælifelli. Heiti tindsins hefur fyrir þessar sakir verið oft
í munni manna og með tíð og tíma færzt á fjallið allt.1
Hraunþúfuklaustur hygg ég að sé eitt þeirra örnefna sem komizt
hafa á hreyfingu. Hinn þröngi fjallasalur innst í Vesturdal bar
nafnið fyrst, en nú heita svo grónar veggjaleifar þar.
1 Til eru þau örnefni í Skag-afirði, sem nú á tímum hafa fært út kvíarnar líkt
og Tindastóll og Mælifellshnjúkur áður. Að upphafi Rauðamyrkurs, sögu-
þáttar míns, stendur að bærinn Syðri-Hofdalir séu í Blönduhlíð. Eigi viður-
kenna gamlir heimamenn það, enda eru Hofdala-bæirnir í Viðvíkurhreppi,
ekki Akrahreppi. En svo er um Blönduhlíð, að hún er tekin að fika sig
norður á bóginn. Ef til vill ýki ég samt það ferðalag örnefnisins með því að
teygja hlíðina út í Hofstaðabyggð, enda þótt ég telji mig hafa heyrt það
gert vestan Vatna í uppvexti mínum. En til marks um landvinninga þessa
byggðarheitis eru línur í nýlegu bréfi til mín frá gömlum Blöndhlíðingi,
Gísla Magnússyni í Eyhildarholti. Hann skrifar: „Blönduhlíð er nú talin ná að
hreppamörkum Akra- og Viðvíkurhreppa (við Brotholtslæk), og eru því yztu
bæir í Hlíðinni Ytri-Brekkur (að neðan) og Dýrfinnustaðir (að ofan). 1
æsku minni var Hlíðin hins vegar aðeins talin ná að sóknarmörkum Flugu-
mýrar- og Hofstaðasókna og yztu bæirnir voru þá Þverá (að neðan) og
Axlarhagi (að ofan).“ Hér má auka því við, að ekki er nema ein bæjarleið
milli Syðri-Hofdala og Ytri-Brekkna.
Tungusveit er og byggðarheiti sem komið er á ról og hefur víkkað merk-
ingarlega. Eftir gamalli og gildri málvenju vísar það alleinasta til tungunnar
milli Héraðsvatna að austan og Svartár að vestan; yzti bær Vindheimar,
fremsti bær Tunguháls. Á seinni árum er alltítt í mæltu máli að Tungusveit
nái til bæja vestan Svartár; menn segjast t. d. ætla fram í Tungusveit og
eiga þá við meginbyggð Lýtingsstaðahrepps beggja vegna Svartár.