Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 127
LESANDABRÉF
133
II.
V erndarklukka.
Það er vafalaust mjög hæpið að verið hafi í fornöld helgur steinn
í Vesturdal þar sem nú er Hraunþúfuklaustur, og Kristján Eldjárn
hafnar þeirri munnmælasögu gjörsamlega. Hann álítur eins og fleiri
að nafnliðurinn klaustur hafi kveikt þrálátan orðróm um múklífi þar
til fjalla frammi, þó eigi að marki fyrr en komst í sagnir að kirkju-
klukka í Goðdölum hefði fundizt þar í jörð „að yfirhvolfdu kjaraldi"
og með þeirri áletrun að hún gæti burtrekið djöfulinn með sinni
bamba-rödd. Seinna urðu kirkjugripirnir þrír sem áttu að hafa
fundizt á Hraunþúfuklaustri, klukka, kaleikur og hurðarhringur.
Höfundur aftekur að nokkur þeirra geti verið þaðan og vísar til
mýmargra dæma um sams konar alþýðukvis í þjóðsögum.
Eg er ekki trúaður á helgisetur við Hraunþúfuá, þótt þar kunni
að hafa verið kjörinn reitur einsetumönnum þegar hæstur er sólar-
gangur, en lakari á vetrartíma, nema þeim væri kappsmál að lesa
bænir sínar undir snjó. Eg er hins vegar trúaður á að þar hafi fund-
izt vígð klukka, þó svo hún héngi aldrei þar fremra innan klaustur-
veggja né að heilögu húsi af neinni gerð. Frá Hraunþúfuklaustri
sér ekki til byggða, þar eru hamrahlíðar og dimm gljúfur opin, tröll-
heimur eigi lítill, og öræfin sjálf hið næsta. Að trú miðaldamanna —
og áletrun þeirrar klukku sem sagt er að fyndist á Hraunþúfuklaustri
bendir til 15. eða 16. aldar segir Kristján Eldjárn — var fjallheimur
landsins albyggður tröllum, forynjum og öðrum andskotum guðs-
kristni, en það er margsagt í þjóðsögum að ekkert biti á þessi kvik-
indi betur en hringing vígðra klukkna, þá hrukku þau undan er á
þeim skall hinn helgi hljómur. Nú er gefið mál að það hindurvitna-
fólk sem átti dvöl í Hraunþúfuklaustri á miðöldum, ýmist við selja-
búskap sem þar má hafa verið eins og áður segir eða í haustleitum,
kenndi beygs af fjöllum í óbyggð og gapandi gljúfrum. Þessu fólki
var full þörf á verndargrip og enginn ákjósanlegri en vígð klukka,
livað þá klukka sem sagðist berum orðum geta burtrekið sjálfan
djöfulinn. Slíkt hjálpargagn í Hraunþúfuklaustri er sízt ótrúlegra en
þau krossmörk er nú gnæfa í Njarðvíkurskriðum og á Óshlíð við
Djúp til fulltingis ferðamönnum eða sú tafla með Faðirvori sem
fest hefur verið á Gvendaraltari í Drangey til þess að blíðka guð á
þeim hrikastað í hjálparskyni. Litlar klukkur, vígðar, gætu á páp-
ískum tíma og jafnvel eitthvað lengur hafa verið niður komnar hér