Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 129
KRISTJÁN JÓNASSON
AÐ KEMBA í TOGKÖMBUM
Formálsorð eftir Elsu E. Guðjónsson
Árið 1888, nánar til tekið 9. október, voru skráðir í Þjóðminjasafn
Islands, sem þá hét reyndar Forngripasafn Islands, togkambar, þeir
fyrstu sem safnið eignaðist (1. mynd). Voru þeir gefnir safninu af
Kristjáni Jónassyni (Jónasarsyni), verslunarmanni frá Narfastöð-
um í Þingeyjarsýslu (f. 1848, d. 1905), en höfðu verið í eigu móður
hans, Herdísar Ólafsdóttur, að því er segir í safnskrá. Eru þeir þar
nr. 3107.
Síðan hefur safnið eignast sex pör af togkömbum (Þjms. 6782,1
8759, 12024, 13957, 13966 og Ásbúð, óskrásett). Allir eru kambarnir
áþekkir að því leyti að þeir eru úr járni, bæði bakki og tindar (tenn-
ur), og handföng (sköft) úr tré, þótt nokkurs munar gæti í smíði
1. mynd. Togkambar (Þjms. 3107). Ljósm.: Gísli Gestsson. — Togcombs (National
Museurn of Iceland, Reykjavik; Inv. No. 3107).