Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Síða 130
136
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
2. mynd. Togkambur. Bakki og ystu tindar úr einu
járni. Teikning: Tryggvi Magnússon. Ur Jónas Jón-
asson, íslenzkir þjóðhættir (Reykjavík 1934), bls. 103.
— Togcomb. Base and end teetli in one piece.
þeirra. Níu tindar eru á hverjum kambi nema þeim í Ásbúð; á þeim
eru tindarnir ellefu. Einnig er vitað um kamba með einungis
sjö tindum.2 Kambarnir eru frá um 19,5—28 cm á breidd og
tindarnir, mældir að bakka, frá um 9,7—15 cm á lengd.3 Er því
talsverður stærðarmunur á kömbunum bæði að því er varðar breidd
þeirra og lengd tinda, mun meiri en talinn hefur verið á kömbum
almennt í heimildum, og bil milli tinda breytilegra.4
Gjöf Kristjáns Jónassonar, ágæt í sjálfu sér, varð að því leyti
enn meiri fengur safninu að henni fylgdi, sex árum síðar (12. október
1894), nákvæm fyrirsögn um a'ö kemba í togkömbum. Er sennilegt
að hún sé samin að óslt Sigurðar Vigfússonar forstöðumanns safns-
ins. Fyrirsögn þessi er varðveitt í eiginhandarriti Kristjáns í skrá
safnsins (Þjms. 3107, ad.) og mun ekki hafa birst á prenti áður; er
hún prentuð hér stafrétt eftir handriti.5
Að kemba í togkömbum.
öðrum kambinum er haldið í vinstri hendi, þannig að tindarnir
viti upp. Með hægri hendi er visk af togi látin á tindana og dregin
fram o: frá skaftinu; verður þá nokkuð eftir á tindunum. Þannig
er haldið áfram þangað til togið fyllir nál. % af hæð tindanna, þegar
því hefur verið þrýst niður á þá. Togvisk sú sem nú er í kambinum
veit öll frá skaftinu. Skaftmegin á tindunum má ekkert vera nema
það sem liggur utanum þá. Hinn kamburinn er nú tekinn í hægri
hendi, tindarnir horfa niður; þeim er stungið í gegnum viskina í
hinum kambinum og dregið fram; kemur þá nokkuð af toginu í tóma
kambinn. Þessu er haldið áfram svo títt sem þol og handfimi leyfir,
þangað til meiri hluti togsins er kominn í kambinn í hægri hendi.
Þá eru höfð kambaskifti í höndunum og togið er látið færast aftur
í hinn kambinn á sama hátt og áður. Þannig er haldið áfram að