Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 131
AÐ KEMBA í TOGKÖMBUM
137
3. mynd. Lopað framanaf: togfaxið teygt fram i lopa. Ljósm.: Elsa E. Guð-
jónsson. — Lopað framanaf, i. e. the togfax pulled from the comb.
kemba — við og við höfð kambaskifti — þangað til enginn hnökri
sjest í togfaxi því er fram stendur af hvorum kambi, þegar það er
borið upp við birtuna. Þá er kembt svo, að jafnmikið sé í báðum
kömbunum. Að því búnu er togfaxið teygt fram í lopa, eða: það er
„lopað framanaf” kömbunum. Það má gera þannig: Kamburinn hvílir
á hnjám mannsins og er haldið við með vinstri hendi; skaftið veit
til vinstri en tindar vita upp. Með hægri hendi er togað í annan enda
faxins og lopinn þannig smátt og smátt þumaður eða dreginn með
öllum fingrum eða aðeins með vísifingri og miðfingri (löngutöng)
upp í lófann þangað til búið er að lopa framanaf öllum kambinum.
Betra er að halda með vinstri hendi utanum faxið til stuðnings þar
sem lopinn er að teygjast fram úr því. Ef hnökri kann að dragast
fram úr faxrótinni um leið og lopað er, þarf að taka hann burtu.
Hinum kambinum eru gerð sömu skil. Þá eru eftir stúfar við tind-
ana, lengri eða styttri eftir því hve ,,nærri“ hefur verið „gengið", en
jafnan er það mestur hlutinn af visk þeirri, sem látinn var í kamb-
ana upphaflega. Nú er það tekið úr kömbunum, greitt með höndunum
og jafnað, Síðan er það látið í annan kambinn, kembt og lopað eins